Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 222

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2021, miðvikudaginn 18. ágúst var haldinn 222. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram til kynningar drög að árshlutareikningi Orkuveitu Reykjavíkur sef. fyrir tímabilið 1. janúar 2021 til 30. júní 2021 IE21080015

Sturla Jónsson og Davíð Arnar Einarsson hjá Grant Thornton ásamt Bjarna Frey Bjarnasyni og Bryndísi Maríu Leifsdóttur hjá OR taka sæti á fundinum með fjarbúnaði. 

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd fékk kynningu á árshlutareikningi OR og könnunarskýrslu Grant Thornton vegna fyrstu 6 mánaða ársins 2021. Endurskoðunarnefnd telur að árshlutareikningurinn sé tilbúinn til framlagningar í stjórn OR.

2.    Lögð fram til kynningar drög að árshlutareikningi SORPU bs. fyrir tímabilið 1. janúar 2021 til 30. júní 2021 IE21080015

Sturla Jónsson hjá Grant Thornton og Jón Viggó Gunnarsson og Sigríður Kristbjörnsdóttir hjá SORPU taka sæti á fundinum með fjarbúnaði. 

3.    Lögð fram til kynningar drög að árshlutareikningi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir tímabilið 1. janúar 2021 til 30. júní 2021 IE21080015

Sturla Jónsson hjá Grant Thornton og Jón Viðar Matthíasson og Ástríður Þórðardóttir hjá SHS taka sæti á fundinum með fjarbúnaði. 

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd fékk kynningu á árshlutareikningi Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og könnunarskýrslu Grant Thornton vegna fyrstu 6 mánaða ársins 2021. Endurskoðunarnefnd telur að árshlutareikningurinn sé tilbúinn til framlagningar í stjórn SHS.

4.    Fram fer umræða um sjálfsmat endurskoðunarnefndar og starfsskýrslu fyrir tímabilið 2020 – 2021 IE21080017

-    Kl. 14:26 víkur Einar S Hálfdánarson af fundinum

5.    Lögð fram beiðni forstöðumanns reikningshalds Orkuveitu Reykjavíkur sef. um umsögn um skipan endurskoðunarnefnda dótturfélaga OR. IE21080012

Frestað

6.    Lögð beiðni skrifstofu borgarstjórnar um umsögn endurskoðunarnefndar um fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. – R17080091 / IE20040003

Frestað

7.    Lögð fram tilkynning Grant Thornton sem send er með vísan til 5 gr. í samþykktu verklagi endurskoðunarnefndar um aukaverk endurskoðenda um vinnu utan tilboðs í tengslum við Betri samgöngur.

 

8.    Formaður gerði grein fyrir fundi sem hann átti með starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur hinn 5. ágúst sl. um kynningu á nýju skipulagi fjármála OR. 

Fundi slitið kl. 15:52

Fundargerðin var staðfest í tölvupósti

í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Sunna Jóhannsdóttir

    

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 18.08.2021 - prentvæn útgáfa