Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 221

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2021, mánudaginn 31. maí var haldinn 221. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á starfsemi og verkefnum fagsviðs innri endurskoðunar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar 2019-2020  IE20080008

Anna Margrét Jóhannesdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

-    Kl. 13:46 víkur Lárus Finnbogason af fundinum og við stjórn fundarins tekur Sigrún Guðmundsdóttir

2.    Lagt fram til staðfestingar erindisbréf innri endurskoðanda Strætó bs. IE21020001

Sif Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

Samþykkt

3.    Lögð fram óhæðisyfirlýsing innri endurskoðanda Strætó bs. dags. 28. þ.m. IE21020001

Sif Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

4.    Lögð fram drög að innri endurskoðunaráætlun Strætó bs. fyrir árið 2021 dags. 28. þ.m. IE21020001 

Sif Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

Samþykkt

Fundi slitið kl. 14:20

Fundargerðin var staðfest í tölvupósti 

    í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað

Sigrún Guðmundsdóttir 

Einar S Hálfdánarson     Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 31.05.2021 - prentvæn útgáfa