Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 220

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2021, mánudaginn 17. maí var haldinn 220. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram til umsagnar tillaga innri endurskoðanda að breytingu á nafni Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar og endurskoðun á samþykkt einingarinnar dags. 14. maí 2021. IE21040019

Sigrún Jóhannesdóttir lögfræðingur Innri endurskoðunar tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar

Í bréfi innri endurskoðanda er gerð grein fyrir því að vegna sameiningar umboðsmanns borgarbúa, persónuverndarfulltrúa og innri endurskoðunar sé talið nauðsynlegt að breyta heiti Innri endurskoðunar.  Í bréfinu koma fram nafnatillögur og eftir samráðsferli hafi verið ákveðið að gera tillögu um að heiti skrifstofunnar verði Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar. Það heiti sem gerð er tillaga um hefur þann kost að það er nokkuð lýsandi um hlutverk og verkefni eftirlitseiningarinnar en ókostur að það er óþjált.  Með vísan til þess er fram kemur er það mat endurskoðunarnefndar að Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar sé viðeigandi heiti á þessa eftirlitseiningu Reykjavíkurborgar. Nauðsynlegt var að yfirfara og breyta samþykkt Innri endurskoðunar vegna nýrra verkefna sem skrifstofunni verða falin.  Samþykktin ber þess merki að mikil vinna hafi verið lögð í endurskoðun hennar.  Það er mat nefndarinnar að fjallað sé með ýtarlegum hætti um helstu viðfangsefni skrifstofunnar í samþykktinni og leggur nefndin til að hún verði samþykkt svo breytt.

2.    Fram fer umræða um starfsskýrslu endurskoðunarnefndar og sjálfsmat.

3.    Fram fer umræða um samstarfsreglur endurskoðunarnefndar við Fjármála- og áhættustýringarsvið sem samþykktar voru á fundi endurskoðunarnefndar 8. nóvember 2013.

4.    Fram fer umræða um tímasetningu vinnudags endurskoðunarnefndar.

Fundi slitið kl. 14:20

Fundargerðin var staðfest í tölvupósti 

    í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað    

Lárus Finnbogason

Einar S Hálfdánarson    Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
endurskodunarnefnd_1705.pdf