Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 22

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2012, þriðjudagur 18. september, var haldinn 22. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst 15:00. Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.

Þetta gerðist:

1. Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð 21. fundar yfirfarin og undirrituð.
2. Formaður endurskoðunarnefndar gerði grein fyrir fundi hans með formanni borgarráðs, borgarritara og skrifstofustjóra borgarstjórnar. Á þeim fundi var verk- og tímaáætlun endurskoðunarnefndar kynnt og rætt um hvernig best væri staðið að undirbúningi við útboð ytri endurskoðenda fyrir samstæðuna sbr. samþykkt borgarráðs 12. júlí sl.
3. Einn nefndarmanna lagði fram drög að minnisblaði um samstarf endurskoðenda um endurskoðun „joint audit“.
4. Inn á fundinn komu IÞ, SLS og EEV frá Innri endurskoðun. Handbók og skjalahandbók Innri endurskoðunar var kynnt. Nefndarmenn höfðu yfirfarið handbók Innri endurskoðunar og rýnt. Umræða átti sér stað um uppbyggingu bókarinnar og hvaða þætti staðla alþjóðasamtaka IIA (IPPF) handbókin næði til.
5. Kynning á endurskoðunaráætlun Innri endurskoðunar. Farið yfir hvernig staðið sé að undirbúningi og gerð endurskoðunaráætlunar Innri endurskoðunar.
6. Upplýsingar frá Fjármálaskrifstofu um fjárhagsupplýsingar. Vísað var til svars fjármálastjóra um fjárhagsupplýsingar sem liggja fyrir af hálfu Fjármálaskrifstofu.
7. Samskipti endurskoðunarnefnda og innri endurskoðenda Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 18.10

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson