No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2012, þriðjudaginn 11. september, var haldinn 21. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst 15.30. Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.
Þetta gerðist:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð 20. fundar yfirfarin og undirrituð.
2. Verk- og tímaáætlun lögð fram, yfirfarin og samþykkt.
3. Aðkoma að B-hluta félögum.
a. Fjallað var um með hvaða hætti nefndin ætti að koma að rýningu og yfirferð ársreikninga B-hluta félaga Reykjavíkurborgar.
b. Farið var yfir með hvaða hætti best væri að standa að undirbúningi að útboði eða vali á ytri endurskoðendum fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar. Einum nefndarmanna var falið að gera minnisblað um kosti og galla aðferðafræði „joint audit“; þ.e. sameiginlegt útboð samstæðunnar með möguleika á aðkomu fleiri en eins aðila í verkefninu.
4. Fjárhagsáætlunargerð Reykjavíkurborgar.
a. Rætt um fjárhagsáætlunargerð borgarinnar og hlutverk endurskoðunarnefndar. Nefndin ræddi m.a. um að hafa sjálfstæða umsögn um fjárhagsáætlunargerð eða a.m.k. forsendur fjárhagsáætlunar.
5. Samskipti endurskoðunarnefnda og innri endurskoðenda Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur. Rætt var sérstaklega um að greina vel á milli umboðs, hlutverks og verkefna hvers aðila um sig.
6. Verklag nefndarinnar og samskipti við borgarráð, Innri endurskoðun og Fjármálaskrifstofu. Rætt var sérstaklega um verkaskiptingu Innri endurskoðunar og endurskoðunarnefndar og dregið fram mikilvægi þess að tryggja að ekki verði um tvíverknað að ræða gagnvart einstökum verkefnum.
7. Önnur mál.
a. Óskað var eftir kynningu frá Innri endurskoðun á handbók og drögum að endurskoðunaráætlun á næsta fundi nefndarinnar.
b. Einum nefndarmanna var falið að rýna handbók Innri endurskoðunar.
c. Óskað var eftir því að fulltrúi frá UTM kæmi í upphafi næsta fundar og færi yfir tölvutengingu nefndarmanna við sameiginlegt tölvudrif hjá Reykjavíkurborg.
8. Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 18. september. 15:00-18:00
Fundi slitið kl. 18.00
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson