Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2021, þriðjudaginn 27. apríl var haldinn 219. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 14:39. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar til borgarráðs um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 dags. í dag. IE20080004
Samþykkt með þremur atkvæðum og vísað til borgarráðs
Einar S Hálfdánarson leggur fram svohljóðandi bókun:
Í bréfi til mín, dags. þann 19. apríl s.l., svaraði sveitarstjórnarráðuneytið erindum mínum, dags. 18. febrúar sl. og 24. mars. Svar barst ekki fyrr en ég hafði margítrekað erindin og að lokum leitað til umboðsmanns Alþingis. Í bréfi sínu staðfesti sveitarstjórnarráðuneytið að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að veita sveitarfélögum undanþágu frá gerð samstæðureiknings, sbr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga. Með tilvitnuðu bréfi sínu er að sjá sem sveitarstjórnarráðuneytið hafi fallið frá tilkynningu reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga frá 19. mars. Ekki verður betur séð en að í stað samstæðuársreiknings séu hér til umfjöllunar samantekin reikningsskil. Staðfest álit mitt er að samstæðuársreikningur skuli vera hluti ársreiknings Reykjavíkurborgar. Gögn sem sýna að reglum um samstæðureikninga hafi verið fylgt við gerð ársreikningsins liggja ekki fyrir. Noti dótturfélag í samstæðu aðrar matsaðferðir í eigin ársreikningi en móðurfélagið skulu unnin ný reikningsskil fyrir dótturfélagið, sbr. 75. gr. ársreikningalaga, þar sem matsaðferðir eru í samræmi við reikningsskil samstæðu. Til dæmis eiga Reykjavíkurborg og fyrirtæki í samstæðu borgarinnar fasteignir sem notaðar eru til útleigu. Sumar eignanna eru flokkaðar sem fjárfestingarfasteignir í samstæðureikningsskilum Reykjavíkurborgar. Hvað ræður þessari afstöðu hvað varðar hverja eign liggur ekki ljóst fyrir. Af ofangreindum sökum get ég ekki að öllu leyti tekið undir umsögn endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 15:19
Fundargerðin var staðfest í tölvupósti
í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað
Lárus Finnbogason
Einar S Hálfdánarson Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 27.04.2021 - prentvæn útgáfa