Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 218

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2021, mánudaginn 26. apríl var haldinn 218. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 11:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram bréf Grant Thornton til endurskoðunarnefndar dags. í dag með staðfestingu á óhæði vegna eininga tengdum almannahagsmunum skv. 29. gr. laga nr. 94/2019 um endurskoðendur. IE20080004

Sturla Jónsson og Theodór S Sigurbergsson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið. Halldóra Káradóttir, Gísli Hlíðberg Guðmundsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir frá fjármála- og áhættustýringarsviði taka einnig sæti á fundinum undir þessum lið. 

2.    Kynnt drög að endurskoðunarskýrslu ytri endurskoðenda Reykjavíkurborgar, Endurskoðunarskýrsla vegna endurskoðunar ársreiknings 2020, dags. í dag ásamt drögum að bréfi sömu aðila með ábendingum og athugasemdum til stjórnenda vegna innra eftirlits og fjárhagsupplýsinga vegna endurskoðunar á ársreikningi 2020, dags. 23. þ.m. IE20080004

Sturla Jónsson og Theodór S Sigurbergsson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið. Halldóra Káradóttir, Gísli Hlíðberg Guðmundsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir frá fjármála- og áhættustýringarsviði taka einnig sæti á fundinum undir þessum lið.

Lögð fram svohljóðandi bókun Einars S Hálfdánarsonar:

Í bréfi til mín, dags. 19. apríl s.l., áréttar sveitarstjórnarráðuneytið að hvorki það né reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga hafi tekið ákvörðun um að veita sveitarfélögum undanþágu frá gerð samstæðureiknings, eins og þeim ber að gera skv. 61. gr. sveitarstjórnarlaga. Það er óhjákvæmilegt að reyna muni á lögmæti framsetningar á samstæðureikningi borgarinnar fyrir ýmsum eftirlitsaðilum. Vegna þessa er brýn nauðsyn að fyrir liggi nákvæm, opinber greining á framsetningu eftirfarandi eigna í samstæðureikningsskilum Reykjavíkurborgar: Reykjavíkurborg og fyrirtæki í samstæðu borgarinnar eiga og reka fasteignir sem notaðar eru til útleigu. Sumar eignanna eru  flokkaðar sem fjárfestingarfasteignir og aðrar ekki í samstæðureikningsskilum Reykjavíkurborgar. Hvað ræður þessari afstöðu hvað varðar hverja eign eða eignaflokk fyrir sig liggur ekki fyrir. Reykjavíkurborg og fyrirtæki í samstæðu borgarinnar eiga margvíslega rekstrarfjármuni. Sumir rekstrarfjármunanna eru endurmetnir og aðrir ekki í samstæðureikningsskilum Reykjavíkurborgar. Hvað ræður því hvaða rekstrarfjármunir eru endurmetnir og hverjir ekki liggur ekki fyrir.

3.    Lögð fram til kynningar skýrsla fjármála og áhættustýringarsviðs dags. apríl 2020, Grænt bókhald Reykjavíkurborgar 2020. IE20080004

Halldóra Káradóttir, Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Þórhildur Ósk Halldórsdóttir frá fjármála- og áhættustýringarsviði taka einnig sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lögð fram til kynningar ódags. greinargerð mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar hjá Reykjavíkurborg, við framlagningu ársuppgjörs Reykjavíkurborgar 2020. IE20080004

5.    Lögð fram til kynningar trúnaðarmerkt framvinduskýrsla um verkstöðu nýframkvæmda janúar til desember 2020. IE20080004

6.    Lagt fram til kynningar trúnaðarmerkt minnisblað fjármála- og áhættustýringarsviðs vegna álits reikningsskila- og upplýsingarnefndar nr. 1/2020 dags. 13. þ.m. IE20100011

7.    Lögð fram til kynningar trúnaðarmerkt greinargerð fjármála- og áhættustýringarsviðs um framkvæmd styrkjareglna dags. 12. þ.m. IE20080004

Fundi slitið kl. 12:49

Fundargerðin var staðfest í tölvupósti 

í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Einar S Hálfdánarson    Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 26.04.2021 - prentvæn útgáfa