No translated content text
Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2021, mánudaginn 12. apríl var haldinn 217. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 14:07. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á ársreikningi Reykjavíkurborgar og samstæðu fyrir árið 2020 ásamt fylgigögnum. IE20080004.
Halldóra Káradóttir, Gísli Hlíðberg Guðmundsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir frá fjármála- og áhættustýringarsviði taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Samþykkt endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að nefndin hafi eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila og eftirlit með ytri og innri endurskoðun og fari auk þess yfir fjárhagslegar upplýsingar og fyrirkomulag upplýsingagjafar frá stjórnendum. Nefndin hefur í samræmi við það fengið kynningu fjármála- og áhættustýringarsviðs á drögum að ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 ásamt fylgigögnum. Endurskoðunarnefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu á grundvelli ofangreinds að ekkert bendi til annars en að ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020, sem verður lagður fram á fundi borgarráðs þann 15. apríl nk., teljist fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar í samræmi við 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
2. Einar S Hálfdánarson leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir því að fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar (FÁST) að FÁST leggi fram ýtarlegan rökstuðning fyrir framsetningu eftirfarandi eigna í samstæðureikningsskilum Reykjavíkurborgar: Reykjavíkurborg og fyrirtæki í samstæðu borgarinnar eiga og reka fasteignir sem notaðar eru til útleigu. Sumar eignanna eru flokkaðar sem fjárfestingarfasteignir og aðrar ekki í samstæðureikningsskilum Reykjavíkurborgar. Hvað nákvæmlega ræður þessari afstöðu hvað varðar hverja eign eða eignaflokk fyrir sig? Reykjavíkurborg og fyrirtæki í samstæðu borgarinnar eiga margvíslega rekstrarfjármuni. Sumir rekstrarfjármunanna eru endurmetnir og aðrir ekki í samstæðureikningsskilum Reykjavíkurborgar. Hvað nákvæmlega ræður því hvaða rekstrarfjármunir eru endurmetnir og hverjir ekki? IE20080004
3. Formaður gerði grein fyrir fundum utan reglubundinna funda endurskoðunarnefndar frá síðasta reglubundna fundi nefndarinnar:
• 9.4. 2021. Stjórnarfundur í Strætó bs., afgreiðsla ársreiknings (fjarfundur).
Fundi slitið kl. 15:36
Fundargerðin var staðfest í tölvupósti
í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað
Lárus Finnbogason
Einar S Hálfdánarson Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 12.04.2021 - prentvæn útgáfa