Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2021, miðvikudaginn 17. mars var haldinn 215. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 9:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á ársreikningi Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar á ársreikningi 2020. IE20080004.
Magnús Þór Ásmundsson, Gunnar Tryggvason og Kristín Soffía Jónsdóttir frá Faxaflóahöfnum sf. taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði ásamt Theodór S Sigurbergssyni, Hauki Haukssyni, Stefáni Þór Ingvarssyni og Sturlu Jónssyni frá Grant Thornton.
Samþykkt að fela formanni endurskoðunarnefndar að ganga frá umsögn til stjórnar Faxaflóahafna.
2. Fram fer kynning á ársreikningi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar á ársreikningi 2020. IE20080004.
Ásberg K. Ingólfsson, Hafdís Ósk Guðlaugsdóttir og Helgi Geirharðsson frá Malbikunarstöðinni Höfða hf. taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði ásamt Theodór S Sigurbergssyni, Hauki Haukssyni og Sturlu Jónssyni frá Grant Thornton.
Samþykkt að fela formanni endurskoðunarnefndar að ganga frá umsögn til stjórnar Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.
Fundi slitið kl. 10:22
Fundargerðin var staðfest í tölvupósti
í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað
Lárus Finnbogason
Einar S Hálfdánarson Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
endurskodunarnefnd_1703.pdf