Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 213

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2021, mánudaginn 1. mars var haldinn 213. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:06. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram trúnaðarmerkt skýrsla SORPA, innri endurskoðun 2020, dags. 26. febrúar 2021. IE21020035.

Auðbjörg Friðgeirsdóttir og Jón Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

-    Kl. 13:18 tekur Einar S Hálfdánarson sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.

-    Kl. 13:28 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.

-    

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd þakkar góða vinnu við innri endurskoðun 2020 og telur brýnt að stjórnendur taki ábendingar innri endurskoðanda til skoðunar og úrbóta. Endurskoðunarnefnd leggur áherslu á að stjórnendur SORPU leggi fyrir endurskoðunarnefnd og stjórn félagsins tímasetta áætlun um viðbrögð sín. Jafnframt vill nefndin fylgja málinu úr hlaði með því að koma til fundar stjórnar SORPU þegar skýrslan verður þar til umfjöllunar. 

Fundi slitið kl. 14:52

Fundargerðin var staðfest í tölvupósti 

í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Einar S Hálfdánarson    Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 01.03.2021 - prentvæn útgáfa