Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 212

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2021, miðvikudaginn 24. febrúar var haldinn 212. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 9:02. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fór kynning á ársreikningi Félagsbústaða hf. fyrir árið 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu og ábendingum og athugasemdum ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar á ársreikningi 2020. IE2008004.

-    Kl 9:03 víkur Einar S Hálfdánarson af fundinum og tekur ekki þátt í afgreiðslu á málinu

Sigrún Árnadóttir, Kristinn Karel Jóhannsson, Sturla Jónsson, Haukur Hauksson, Gunnar Pétur Garðarsson og Theodór S Sigurbergsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

Samþykkt að fela formanni endurskoðunarnefndar að ganga frá umsögn til stjórnar Félagsbústaða hf.

2.    Fram fór kynning á ársreikningi Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu og ábendingum og athugasemdum ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar á ársreikningi 2020. IE2008004.

-    Kl 9:35 tekur Einar S Hálfdánarson aftur sæti á fundinum

Jón Viðar Matthíasson, Ástríður Þórðardóttir, Sturla Jónsson, Haukur Hauksson og Theodór S Sigurbergsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

Samþykkt að fela formanni endurskoðunarnefndar að ganga frá umsögn til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

3.    Fram fór kynning á ársreikningi SORPU bs. fyrir árið 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu og ábendingum og athugasemdum ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar á ársreikningi 2020. IE2008004.

Líf Magneudóttir, Jón Viggó Gunnarsson, Guðrún Eva Jóhannesdóttir, Sturla Jónsson, Haukur Hauksson og Theodór S Sigurbergsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

-    kl 10:07 er fundi frestað í fimm mínútur vegna jarðhræringa

-    kl 10:12 er fundi framhaldið

Samþykkt að fela formanni endurskoðunarnefndar að ganga frá umsögn til stjórnar SORPU bs.

Fundi slitið kl. 10:37

Fundargerðin var staðfest í tölvupósti 

í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Einar S Hálfdánarson    Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 24.02.2021 - prentvæn útgáfa