Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 211

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2021, föstudaginn 19. febrúar var haldinn 211. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 9:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fór umræða um matsaðferðir gangvirðis fjárfestingareigna Félagsbústaða hf. IE20100011.

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

Á 210. fundi endurskoðunarnefndar þann 15. febrúar 2021. fékk nefndin kynningu á umfjöllun Ernst & Young ehf. (EY) um matsaðferð gangvirðis fjárfestingareigna Félagsbústaða hf. Nefndin er sammála því sem fram kom hjá EY að aðferðarfræði Félagsbústaða við mat á gangvirði fjárfestingaeigna félagsins uppfylli kröfur alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS). Nefndin vill leggja áherslu á að við gangvirðismatið verði gætt sérstaklega að því sem haft getur áhrif til lækkunar á matsverðinu og fram kemur í minnisblaðinu og áliti reikningsskilaráðs nr. 1/2020.

2.    Lögð fram drög að ráðningarbréfi Deloitte vegna innri endurskoðunar Strætó bs. ásamt bréfi Ósk um framlengingu ráðningarbréfs um útvistun innri endurskoðunar Strætó dags. 27. janúar. IE21020001.

-    Kl. 9:30 víkur Lárus Finnbogason af fundi

Frestað með vísan til þess að ráðningarbréfið þarfnast ítarlegri skoðunar hjá Deloitte og endurskoðunarnefnd áður en því verður vísað til stjórnar Strætó bs. 

Fundi slitið kl. 9:49

Fundargerðin var staðfest í tölvupósti 

í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað

Einar S Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir    Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 19.02.2021 - prentvæn útgáfa