Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2021, mánudaginn 15. febrúar var haldinn 210. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram svar framkvæmdastjóra Félagsbústaða við fyrirspurn endurskoðunarnefndar um upplýsingar um framvindu matsstarfa eignum Félagsbústaða dags. 3. febrúar 2021. og einnig fór fram kynning á umfjöllun Ernst & Young ehf. um matsaðferð gangvirðis fjárfestingareigna Félagsbústaða hf.. IE20100011
Sigrún Árnadóttir, Kristinn Karel Jóhannsson, Haraldur Flosi Tryggvason, Sturla Jónsson, Ragnar Rafnsson, Geir Steinsdórsson, Emil Smith og Anna Margrét Jóhannesdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði
2. Lögð fram innri endurskoðunaráætlun Félagsbústaða fyrir tímabilið 1.3.2021 – 31.12.2022 IE20120011
Anna Margrét Jóhannesdóttir, Guðjón Hlynur Guðmundsson, Haraldur Flosi Tryggvason, Sigrún Árnadóttir, Kristinn Karel Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Samþykkt og vísað til stjórnar Félagsbústaða
3. Fram fer kynning á eftirfylgniúttekt Innri endurskoðunar með úttekt á bókhalds- og uppgjörsferli Félagsbústaða hf. frá árinu 2016 IE19090003
Anna Margrét Jóhannesdóttir, Þórunn Þórðardóttir, Haraldur Flosi Tryggvason, Sigrún Árnadóttir, Kristinn Karel Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
4. Lagt fram bréf innri endurskoðanda um framgang innri endurskoðunaráætlunar A hluta fyrir 2020 IE19080005
Anna Margrét Jóhannesdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd samþykkir að Innri endurskoðun ljúki verkefnum sem eru í vinnslu en að verkefni sem ekki er hafist handa við eða eru í frestun verði tekin til skoðunar við gerð áhættumiðaðrar innri endurskoðunaráætlunar fyrir árið 2021 til 2022 sem ráðgert er að verði lögð fyrir endurskoðunarnefnd í maí nk.
5. Lögð fram innri endurskoðunaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir tímabilið 1.3.2021 – 31.12.2022 IE20120012
Anna Margrét Jóhannesdóttir, Guðjón Hlynur Guðmundsson og Jón Viðar Matthíasson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Samþykkt og vísað til stjórnar SHS
6. Lögð fram skýrsla regluvarðar Reykjavíkurborgar um störf á tímabilinu 1.3. 2020 til 1.2 2021 IE21020018
Ólöf Marín Úlfarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða skýrslu regluvarðar og tekur undir með Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands um að regluverði verði tryggðar viðeigandi og tímanlegar upplýsingar til að meta hvort upplýsingar, sem sendar eru á borgarfulltrúa, séu þess eðlis að þær teljist til innherjaupplýsinga í skilningi 120. gr. vvl. Jafnframt bendir nefndin á að vel færi á því að regluvörður árétti skyldur innherja reglulegar en nú er.
7. Fram fer umræða um breytingar á lögum um ársreikninga
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Á árinu 2020 voru samþykktar breytingar á lögum um ársreikninga með lögum nr. 102/2020. Endurskoðunarnefnd vill í því ljósi vekja athygli hagaðila innan samstæðu Reykjavíkurborgar á ákvæðum í lögum um ársreikninga, sbr. VI. kafla. Við gerð ársreiknings 2020 þarf að gæta þessara ákvæða í skýrslu stjórnar.
Fundi slitið kl. 15:46
Fundargerðin var staðfest í tölvupósti
í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað
Lárus Finnbogason
Einar S Hálfdánarson Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 15.02.2021 - prentvæn útgáfa