Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 209

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2021, mánudaginn 1. febrúar var haldinn 209. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umræða um uppgjörsvinnu vegna ársreiknings 2020 IE20080004

Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Halldóra Káradóttir og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

2.    Lagt fram trúnaðarmerkt bréf Sifjar Einarsdóttur hjá Deloitte ehf. með ósk um framlengingu ráðningarbréfs um útvistun innri endurskoðunar Strætó bs. dags. 29. janúar 2021. IE21020001

Sif Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd ítrekar þá skoðun sem hún hefur haldið á lofti að skynsamlegt sé að innri endurskoðun sé á einni hendi innan samstæðu Reykjavíkurborgar. Þó er tekið jákvætt í erindi Deloitte um að framlengja samning um útvistun innri endurskoðunar við Strætó bs. um eitt ár nú ekki síst í ljósi þess sem fram kom að um er ræða nokkuð umfangsmikla eftirfylgni á verkefnum fyrri ára.

Lárus Finnbogason víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

3.    Lagt fram erindi stjórnar OR varðandi aðlöguð reikningsskil dags. 25. janúar 2021. IE21010046

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Reikningsskil OR eru gerð í samræmi við alþjóðlega viðurkennda reikningsskilastaðla og er það mat nefndarinnar að reikningsskil félagsins byggð á þeim reikningsskilareglum gefi glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins.  Greining Deloitte um svokölluð aðlöguð reikningsskil fellur undir vinnugögn í skilningi 3. tl. 4.gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og gagnast aðeins við gerð og ákvörðunartöku um samstæðureikningsskil.  Nefndin telur því ekki rétt að gera greiningu Deloitte frá janúar 2021 opinbera.

4.    Fram fer umræða um notkun reikningsskilastaðla að beiðni Einars S Hálfdánarsonar. IE20100011

5.    Fram fer umræða um reikningsskil Félagsbústaða í ljósi álits reikningsskilaráðs nr. 1/2020

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Endurskoðunarnefnd óskar eftir að framkvæmdastjóri Félagsbústaða veiti nefndinni skriflegar upplýsingar um framvindu matsstarfa á eignum Félagsbústaða hf.

Fundi slitið kl. 14:40

Fundargerðin var staðfest í tölvupósti 

í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Einar S Hálfdánarson    Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 01.02.2021 - prentvæn útgáfa