Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 208

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2021, mánudaginn 18. janúar var haldinn 208. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 9:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umræða um stöðu endurskoðunar ársreiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020. IE20080004

Sturla Jónsson og Theodór S Sigurbergsson ytri endurskoðendur Reykjavíkurborgar Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

-    Kl. 9:08 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.

-    Kl. 9:18 víkur Einar S Hálfdanarson af fundinum

2.    Lagt fram yfirlit aukaverka ytri endurskoðenda tímabilið 23.júní 2020 – 14. desember 2020 

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Um er að ræða lítið umfang verkefna, innan við 20 klst.  sem falla undir verkefni sem tengjast almennt störfum endurskoðenda og falla undir ákvæði 290.167 til og með 290.170 í siðareglum endurskoðenda.

Samþykkt

3.    Fram fer kynning á niðurstöðum á eftirfylgni með úttekt Innri endurskoðunar á netöryggi frá árinu 2018. IE20020008

Anna Margrét Jóhannesdóttir og Guðjón Hlynur Guðmundsson hjá Innri endurskoðun taka sæti á fundinum með fjarfundabúnaði ásamt Friðþjófi Bergmann og Kjartani Kjartanssyni hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði.

-    Kl. 10:05 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundinum.

Fundi slitið kl. 10:45

Fundargerðin var staðfest í tölvupósti 

í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 18.01.2021 - prentvæn útgáfa