Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 205

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, þriðjudaginn 22. desember var haldinn 205. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 9:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason og Einar S. Hálfdánarson. 

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umræða um reikningsskil Félagsbústaða á grundvelli álits reikningsskilaráðs nr. 1/2020 dags. 3. júlí 2020 sbr. tillögu endurskoðunarnefndar frá 201. fundi nefndarinnar dags. 16. nóvember. IE20100011

Sigrún Árnadóttir og Kristinn Karel Jóhannsson hjá Félagsbústöðum og Sturla Jónsson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

-    Kl. 9:09 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.

Fundi slitið kl. 9:35

Fundargerðin var staðfest í tölvupósti

í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Einar S Hálfdánarson    Sigrún Guðmundsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 22.12.2020 - prentvæn útgáfa