Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 204

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, mánudaginn 14. desember var haldinn 204. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 9:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir, Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. 

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram greinargerð frá fjármála- og áhættustýringarsviði um reikningsskil Reykjavíkurborgar dags. 9. desember 2020, sem endurskoðunarnefnd óskaði eftir er hún fjallaði um álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga nr. 1/2020 á fundi sínum hinn 26. október sl.. IE20100011 

Halldóra Káradóttir og Gísli Hlíðberg Guðmundsson frá fjármála- og áhættustýringarsviði og Sturla Jónsson og Theodór Sigurbergsson frá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

2.    Lagt fram svarbréf reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2020, við spurningum í bréfi Einars S Hálfdánarsonar um fjárfestingafasteignir dags. 16. október 2020 sem byggja á áliti reikningsskila- og upplýsinganefndar í máli 1/2020. IE20100011

Halldóra Káradóttir og Gísli Hlíðberg Guðmundsson frá FÁST og Sturla Jónsson og Theodór Sigurbergsson frá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

3.    Lögð fram trúnaðarmerkt samantekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um eftirfylgni með athugasemdum ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar á ársreikningum A og B hluta 2019 dags. í dag sem endurskoðunarnefnd óskaði eftir á fundi sínum hinn 23. september sl.. IE20090059

Þórunn Þórðardóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir frá Innri endurskoðun taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

Lögð fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða samantekt á ábendingum ytri endurskoðenda. Nefndin vill þó minna á það hlutverk sitt að hafa eftirlit með viðbrögðum stjórnenda við tillögum og ábendingum sem fram koma í skýrslum ytri endurskoðenda og hvetur í því sambandi forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og SORPU bs. til að skila sem fyrst til nefndarinnar viðbrögðum sínum við ábendingum ytri endurskoðenda. 

4.    Lögð fram að nýju ódags lokadrög að verkefnisáætlun innri endurskoðunar SORPU fyrir árið 2020 ásamt bréfi PwC dags. í dag. IE20100001. 

Auðbjörg Friðgeirsdóttir frá PwC tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

Samþykkt og vísað til stjórnar SORPU bs. 

5.    Lögð fram trúnaðarmerkt innri endurskoðunaráætlun Faxaflóahafna fyrir tímabilið 1. janúar 2021 – 30. september 2022 dags. 11. þ.m.. IE20120010

Anna Margrét Jóhannesdóttir og Guðjón Hlynur Guðmundsson frá Innri endurskoðun taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

Samþykkt og vísað til hafnarstjórnar með vísan í að umfang verkefna verður skilgreint í samráði við tengilið innri endurskoðunar eins og samkomulag um innri endurskoðun gerir ráð fyrir.

6.    Lögð fram trúnaðarmerkt innri endurskoðunaráætlun Malbikunarstöðvarinnar Höfða fyrir tímabilið 1. janúar 2021 – 30. september 2022 dags. 11. þ.m.. IE20050003

Anna Margrét Jóhannesdóttir og Guðjón Hlynur Guðmundsson frá Innri endurskoðun taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

Samþykkt og vísað til stjórnar með vísan í að umfang verkefna verður skilgreint í samráði við tengilið innri endurskoðunar eins og samkomulag um innri endurskoðun gerir ráð fyrir.

Fundi slitið kl. 11:26

Fundargerðin var staðfest í tölvupósti 

í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Einar S Hálfdánarson    Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 14.12.2020 - prentvæn útgáfa