Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2020, mánudaginn 23. nóvember var haldinn 202. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 10:06. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir, og Einar S. Hálfdánarson.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning að drögum að árshlutareikningi Reykjavíkurborgar 1. janúar – 30. september 2020. IE20080004
Halldóra Káradóttir, Guðlaug S Sigurðardóttir, Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir hjá fjármála- og áhættustýringarsviði taka þátt í fundinum um fjarfundabúnað undir þessum lið. lið.
- Kl. 10:34 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum með fjarfundabúnaði
Samþykkt að fela formanni að ganga frá umsögn til borgarráðs um árshlutareikninginn sem tekin verði fyrir á fjarfundi endurskoðunarnefndar á morgun.
2. Önnur mál:
a. Fundir á milli funda
Fundað var með fjármálastjóra Orkuveitu Reykjavíkur um 9 mánaða árshlutareikning 20. nóvember 2020.
Formaður mætti á fund borgarráðs þann 19. nóvember 2020. og kynnti starfsskýrslu endurskoðunarnefndar.
Fundi slitið kl. 11:41
Fundargerðin var staðfest í tölvupósti
í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað
Lárus Finnbogason
Einar S Hálfdánarson Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 23.11.2020 - prentvæn útgáfa