No translated content text
Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2020, mánudaginn 16. nóvember var haldinn 201. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 9:04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar S. Hálfdánarson.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Kjöri endurskoðunarnefndar lýst. Á fundi borgarstjórnar þann 3. nóvember var samþykkt að Einar S. Hálfdánarson taki sæti í endurskoðunarnefnd í stað Diljár Mistar Einarsdóttur. Jafnframt var samþykkt að Diljá taki sæti sem varamaður í nefndinni.
Aðalmenn í endurskoðunarnefnd eru: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir.
Formaður var kjörinn á fundi borgarstjórnar hinn 19. júní 2018 Lárus Finnbogason.
IE18090002
2. Lögð fram eftirfarandi tillaga Einars S. Hálfdánarsonar:
Lagt er til að Einar S. Hálfdánarson, eftir atvikum með öðrum nefndarmanni, fari yfir þýðingu álits reikningsskilaráðs og frumkvæðisathugunar umboðsmanns Alþingis með formanni stjórnar Félagsbústaða áður en óháður sérfræðingur verður fenginn til verksins. IE20100011
Greinargerð fylgir.
Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga:
Lagt er til að framkvæmdastjóra Félagsbústaða verði boðið til fundar við endurskoðunarnefnd til að ræða þýðingu álits reikningsskilaráðs og frumkvæðisathugunar umboðsmanns Alþingis á reikningsskil félagsins.
Samþykkt
3. Lagt fram erindi Diljár Mistar Einarsdóttur, fulltrúa í endurskoðunarnefnd, til endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar – leiðrétting Samstæðureiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019, dags. 25. október sl. IE20100011
Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
Við tökum ekki afstöðu til þess álits sem fram kemur í erindi Diljár Mistar Einarsdóttur. Samantekin reikningsskil Reykjavíkurborgar eru unnin af sérfræðingum í reikningsskilum fyrir sveitarfélög á Fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar (FÁST). Ársreikningar Reykjavíkurborgar hafa árum saman verið endurskoðaðir án athugasemda af endurskoðunarfyrirtækjum sem eru hluti af alþjóðlegum endurskoðunarkeðjum. Á 199. fundi endurskoðunarnefndar þann 26. f.m. óskaði nefndin eftir greinargerð frá FÁST varðandi reikningsskil Reykjavíkurborgar sbr. bókun nefndarinnar. Greinargerðin verður lögð fyrir nefndina á næstu dögum sem mun bregðast við henni þegar hún liggur fyrir.
4. Fram fer kynning á eftirfylgniúttekt Innri endurskoðunar með uppgjörsferli Reykjavíkurborgar. IE20020004
Anna Margrét Jóhannesdóttir og Þórunn Þórðardóttir hjá Innri endurskoðun taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarbúnaði og kynna niðurstöður úttektarinnar. Jafnframt taka Halldóra Káradóttir og Guðlaug S. Sigurðardóttir hjá Fjármála- og áhættustýringarsviði sæti á fundinum undir þessum lið með fjarbúnaði.
Fundi slitið kl. 10:52
Fundargerðin var staðfest í tölvupósti
í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað
Lárus Finnbogason
Einar S Hálfdánarson Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 16.11.2020 - prentvæn útgáfa