No translated content text
Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2020, mánudaginn 2. nóvember var haldinn 200. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 9:07. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Rætt um viðbrögð stjórnenda innan A og B hluta við ábendingum ytri endurskoðenda sem sett voru fram við endurskoðun ársreiknings 2019. Ekki liggja fyrir svör frá A hluta við fyrirspurn endurskoðunarnefndar. Þá liggja heldur ekki fyrir svör frá Strætó bs. SORPU bs. Orkuveitu Reykjavíkur sef. eða Malbikunarstöðinni Höfða hf. IE20090059
2. Lögð fram drög að svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Flokks fólksins um reikninga ytri endurskoðanda vegna vinnu við endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur. IE20100002
Samþykkt og vísað til borgarráðs
3. Lögð fram drög að starfsreglum fagsviðs ráðgjafar hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, dags. 30. október 2020. - IE20100014
Dagbjört Hákonardóttir, fagstjóri ráðgjafar tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarbúnaði.
Starfsreglurnar eru samþykktar
4. Rætt um stöðu verkefna á fagsviði ráðgjafar hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar
Dagbjört Hákonardóttir, fagstjóri ráðgjafar tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarbúnaði.
- Kl. 9:36 tekur Diljá Mist Einarsdóttir sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.
5. Rætt um stöðu verkefna á fagsviði innri endurskoðunar hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar
Anna Margrét Jóhannesdóttir, fagstjóri innri endurskoðunar tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarbúnaði.
6. Fram fer kynning á drögum að áhættustefnu A hluta Reykjavíkurborgar IE20100015
Halldóra Káradóttir, Ingunn Þórðardóttir og Stefanía Scheving Thorsteinsson hjá fjármála- og áhættustýringarsviði taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarbúnaði og kynna drög að áhættustefnu. Anna Margrét Jóhannesdóttir hjá fagsviði innri endurskoðunar tekur jafnframt sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.
- Kl. 11:06 víkur Diljá Mist Einarsdóttir af fundinum.
Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Endurskoðunarnefnd fagnar því skrefi sem stigið er nú með drögum að áhættustefnu og styður þá tillögu fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar að fara með stefnudrögin í kynningarferli hjá hagsmunaaðilum og stjórnendum.
Kl. 12:00 er fundinum frestað til klukkan 16:15, föstudaginn 30. október 2020
Kl. 16:28, er fundi fram haldið í fjarfundabúnaði. Eftirtaldir fulltrúar taka sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.
7. Lögð fram drög að skýrslu endurskoðunarnefndar til borgarstjórnar um starfsárið 2019-2020 IE20090051
Samþykkt og vísað til borgarráðs
Fundi slitið kl. 17:33
Fundargerðin var staðfest í tölvupósti
í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað
Lárus Finnbogason
Diljá Mist Einarsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 02.11.2020 - prentvæn útgáfa