Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 199

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, mánudaginn 26. október var haldinn 199. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir. Sunna Jóhannsdóttir boðaði forföll. 

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga nr. 1/2020 IE20100011

Davíð Arnar Einarsson, Sturla Jónsson og Theodór S Sigurbergsson hjá Grant Thornton ásamt Halldóru Káradóttur og Gísla Hlíðberg Guðmundssyni á fjármála- og áhættustýringarsviði og taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun: 

Endurskoðunarnefnd óskar eftir því að fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar skili endurskoðunarnefnd greinargerð með rökstuðningi fyrir því að samantekin reikningsskil A og B hluta Reykjavíkurborgar eru gerð með þeim hætti að reikningsskil B hluta félaga eru tekin óbreytt inn í ársreikning Reykjavíkurborgar. Jafnframt að fjármála- og áhættustýringarsvið gefi upp afstöðu hvort álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga nr. 1/2020 geri kröfu um breytingar á uppgjörsaðferðum Reykjavíkurborgar.

2.    Lögð fram beiðni formanns stjórnar Félagsbústaða hf., dags. 23. október 2020, um álit endurskoðunarnefndar á því hver viðbrögð stjórnar félagsins skuli vera í ljósi álits reikningsskilaráðs nr. 1/2020 og álits reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga nr. 1/2020. IE20100011 og IE20030011

Haraldur Flosi Tryggvason hjá Félagsbústöðum, Davíð Arnar Einarsson, Sturla Jónsson og Theodór S Sigurbergsson hjá Grant Thornton ásamt Halldóru Káradóttur og Gísla Hlíðberg Guðmundssyni á fjármála- og áhættustýringarsviði og taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

-    Kl. 14:30 víkur Diljá Mist Einarsdóttir af fundinum.

-    Kl. 15:30 er fundinum frestað til klukkan 13:30, föstudaginn 30. október 2020

-    Kl. 13:08, föstudaginn 30 október er fundi fram haldið í fjarfundabúnaði. Eftirtaldir fulltrúar taka sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. 

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun: 

Að mati endurskoðunarnefndar kallar álit reikningsskila- og upplýsinganefndar nr. 1/2020 ekki á sérstök viðbrögð af hálfu stjórnar Félagsbústaða hf.  Að því er varðar álit reikningsskilaráðs nr. 1/2020 þá vill nefndin vekja athygli á því sem segir í álitinu: „Að ofangreindu leiðir, að mati reikningsskilaráðs, að við ákvörðun á gangvirði félagslegra íbúða sem leigðar eru út þyrfti að horfa til núgildandi leigusamninga og tímalengdar þeirra og hvað markaðsaðilar myndu geta gert til að hámarka virði þessara eigna. Hafa þarf í huga að gangvirði er samkvæmt IFRS 13 markaðsmiðað mat og miðast við útgönguverð (e. exit price). Ef á annað borð er heimilt að selja eignirnar þyrfti að horfa til þess hvernig markaðsaðilar gætu nýtt þessar eignir. Þeir þyrftu þá að standa við núgildandi leigusamninga og taka tillit til þess hvort þeir væru skuldbundnir af því að leigja þessar eignir áfram út í félagslegum tilgangi og þá e.t.v. jafnframt að leigja þær út við leigu sem væri undir markaðsleigu. Slíkar kvaðir myndu að öðru óbreyttu leiða til þess að gangvirði yrði lægra en ella, þ.e. ef engar kvaðir væru til staðar.” Má í þessu samhengi vísa til minnisblaðs frá Grant Thornton um gangvirðismat Félagsbústaða dags. 24. ágúst sl. til stjórnar og endurskoðunarnefndar, þar sem fjallað var um álit reikningsskilaráðs. Með vísan til álits reikningsskilaráðs og þess að nýr fjármálastjóri hefur tekið til starfa hjá Félagsbústöðum hf., beinir nefndin því til stjórnar Félagsbústaða hf. að fenginn verði óháður sérfræðingur á sviði reikningsskila til þess að aðstoða félagið við mat á félagslegum íbúðum sem leigðar eru út við gerð ársreiknings fyrir árið 2020.

Fundi slitið kl. 14:00

Fundargerðin var staðfest í tölvupósti 

í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Diljá Mist Einarsdóttir     Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 26.10.2020 - prentvæn útgáfa