Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 198

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, miðvikudaginn 19. október var haldinn 198. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst klukkan 9:04. Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir taka þátt í fundinum. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings Orkuveitu Reykjavíkur ses. fyrir árið 2020 IE20080004

Bjarni Már Jóhannesson, Davíð Arnar Einarsson, Sturla Jónsson og Theodór S Sigurbergsson hjá Grant Thornton ásamt Halldóru Káradóttur sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs og Ingvari Stefánssyni og Bryndísi Maríu Leifsdóttur hjá OR taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

-    Klukkan 9:14 tekur Diljá Mist Einarsdóttir sæti á fundinum með fjarfundabúnaði

2.    Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings Félagsbústaða hf. fyrir árið 2020 IE20080004

Gunnar Pétur Garðarsson, Sturla Jónsson og Theodór S Sigurbergsson hjá Grant Thornton ásamt Halldóru Káradóttur sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs og Sigrúnu Árnadóttur, Kristín Guðmundsdóttir og Kristinn Karel Jóhannsson hjá Félagsbústöðum taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

3.    Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2020 IE20080004

Sturla Jónsson og Theodór S Sigurbergsson hjá Grant Thornton ásamt Halldóru Káradóttur sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs og Auði Sigurðardóttur og Magnúsi Þór Ásmundssyni hjá Faxaflóahöfnum taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

4.    Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2020 IE20080004

Gunnar Pétur Garðarsson, Sturla Jónsson og Theodór S Sigurbergsson hjá Grant Thornton ásamt Halldóru Káradóttur sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs og Ástríði Þórðardóttur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

5.    Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings Malbikunarstöðinni Höfða hf. fyrir árið 2020 IE20080004

Haukur Hauksson, Sturla Jónsson og Theodór S Sigurbergsson hjá Grant Thornton ásamt Halldóru Káradóttur sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs og Ásberg Konráð Ingólfssyni og Katrínu Pálsdóttur hjá Malbikunarstöðinni Höfða hf. taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

6.    Lögð fram trúnaðarmerkt skýrsla dags. 8. október 2020, um niðurstöður Innri endurskoðunar úr rannsókn á meintu misferlismáli í tengslum við öryggisbrest. IE20070004

Jenný Stefanía Jensdóttir og Anna Margrét Jóhannesdóttir hjá Innri endurskoðun taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

-    Klukkan 12:00 víkur Sigrún Guðmundsdóttir af fundinum.

7.    Fram fer kynning á innri endurskoðunaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur hf. fyrir árin 2021 – 2022 IE19060002

Anna Margrét Jóhannesdóttir, fagstjóri innri endurskoðunar tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

Samþykkt og vísað til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, stjórnar ON, stjórnar GR, stjórnar Veitna og stjórnar Carbfix.

-    Klukkan 12:25 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundinum.

Fundi slitið kl. 12:31

Staðfest í tölvupósti

í samræmi við ákvæði reglna um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Diljá Mist Einarsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 19.10.2020 - prentvæn útgáfa