Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 195

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, mánudaginn 23. september var haldinn 195. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst klukkan 9:07. Diljá Mist Einarsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir taka þátt í fundinum. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram drög að skýrslu um innri endurskoðun Strætó bs.

Sif Einarsdóttir, Jóhannes Rúnarsson og Hjálmar Sveinsson taka sæti á fundinum um fjarfundabúnað undir þessum lið.

-    Kl. 9:37 víkur Diljá Mist Einarsdóttir af fundinum

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á skýrslu Deloitte, sem sinnir innri endurskoðun hjá Strætó um niðurstöður verkefna ársins 2020. Endurskoðunarnefnd vekur athygli stjórnar á því að fremur margar athugasemdir í eftirfylgniskoðun hafa ekki fengið þann framgang sem stjórnendur höfðu ætlað sér. Nefndin telur mikilvægt að brugðist verði við bæði nýjum og eldri athugasemdum innri endurskoðunar. 

-    Kl. 10:15 tekur Lárus Finnbogason sæti á fundinum.

2.    Rætt um samþykkt og starfsreglur endurskoðunarnefndar IE20090050

-    Kl. 10:33 tekur Diljá Mist Einarsdóttir sæti á fundinum að nýju

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd samþykkir að fela formanni endurskoðunarnefndar að koma með tillögu að breytingu á samþykkt og starfsreglum nefndarinnar með hliðsjón af breytingu á lögum og stjórnkerfisbreytingum hjá Reykjavíkurborg. 

3.    Lögð fram drög að starfsáætlun endurskoðunarnefndar 2020-2021 IE20090049

Frestað til starfsdags endurskoðunarnefndar hinn 14. október nk.

4.    Rætt um niðurstöður sjálfsmats endurskoðunarnefndar IE20060004

5.    Rætt um skýrslu endurskoðunarnefndar til borgarstjórnar um starfsárið 2019-2020 IE20090051

Frestað

6.    Lögð fram drög að greinargerð til stjórnar OR um skipan stjórnarmanna í dótturfélög OR IE20060005

Samþykkt og vísað til stjórnar OR

7.    Rætt um reikninga Grant Thornton vegna reikninga fyrir endurskoðunarþjónustu við Orkuveitu Reykjavíkur IE20080005

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Samþykkt að fela formanni að ganga frá þessum málum í samræmi við umræður á fundinum.

8.    Önnur mál 

•    Samþykkt að óska eftir því við Innri endurskoðun að senda stjórnendum bréf með ósk um að skýra út viðbrögð við ábendingum ytri endurskoðenda.

•    undirritun fundargerða 

•    fundir milli funda

•    Fundur með stjórnarformanni SORPU bs. 26. ágúst 2020

•    Stjórnarfundur Félagsbústaða 27. ágúst 2020

•    Stjórnarfundur SORPU bs. 28. ágúst

Fundi slitið kl. 12:38

Staðfest í tölvupósti 

í samræmi við ákvæði reglna um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Diljá Mist Einarsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 23.09.2020 - prentvæn útgáfa