Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 193

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, mánudaginn 29. júní var haldinn 193. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn hófst klukkan 9:05. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Kjöri endurskoðunarnefndar lýst. Borgarstjórn Reykjavíkur kaus Diljá Mist Einarsdóttur sem aðalmann í endurskoðunarnefnd samkvæmt fundargerð borgarstjórnar 16. júní 2020. Jafnframt samþykkti borgarstjórn að fresta kjöri varamanns. IE20040004

Aðalmenn í endurskoðunarnefnd eru: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.

Formaður var kjörinn á fundi borgarstjórnar hinn 19. júní 2018 Lárus Finnbogason

Varamenn í endurskoðunarnefnd eru: Danielle Pamela Neben og Ólafur Kristinsson

-    Klukkan 9:15 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum

2.    Rætt um sjálfsmat endurskoðunarnefndar 2020  IE20060004

3.    Lagt fram að nýju erindi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um kröfu um skil á endurskoðuðum ársreikningi í samningi við Tónskóla Sigursveins  IE20060001

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, tekur sæti á fundinum undir þessum lið

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Vísað er til umsagnar nefndarinnar sama efnis dags. 2. október 2018 þar sem fram kemur að endurskoðunarnefnd telur það réttmæta kröfu að skóli sem fær fjárframlag frá borginni skili ársreikningum, sem hafa verið endurskoðaðir og áritaðir af löggiltum endurskoðanda. Nefndin vill þó benda á í þessu samhengi að mikilvægt sé að við uppbyggingu innra eftirlits þarf ávallt að hafa í huga þann ávinning sem fæst af eftirlitsaðgerðunum. Jafnframt bendir nefndin á að horfa mætti til þeirra stærðarmarka sem leiða til kröfu um endurskoðun samkvæmt lögum um ársreikninga.

09

094.    Rætt um fjárhagsáætlunargerð og áhættustýringu hjá A hluta Reykjavíkurborgar

Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Skipan stjórnarmanna í dótturfélög OR IE19110005

Formanni falið að útbúa drög að greinargerð til stjórnar OR.

6.    Önnur mál

Fundur 24. júní 2020 með fjármálastjóra OR, deildarstjóra reikningshalds OR og ytri endurskoðendum.

Fundi slitið kl. 12:02

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Diljá Mist Einarsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
endurskodunarnefnd_2906.pdf