Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 192

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, fimmtudaginn 18. júní var haldinn 192. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst klukkan 9:05. Lárus Finnbogason, Diljá Mist Einarsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir taka þátt í fundinum. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram að nýju fyrirspurn frá Ríkisskattstjóra dags. 16. mars sl. um að gera grein fyrir hvernig tryggt verður að innihald og framsetning skýrslu stjórnar Félagsbústaða hf. sé viðeigandi og uppfylli ákvæði Vl. kafla laga nr. 3/2006 og reglugerðar 696/2019 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Jafnframt lögð fram drög að svari endurskoðunarnefndar dags. í dag. IE19110008

Samþykkt með tveimur greiddum atkvæðum að senda svarið til Ríkisskattstjóra og stjórnar Félagsbústaða

Bókun Diljár Mistar Einarsdóttur

Ég tel mikinn vafa leika á um hvort reikningsskil Félagsbústaða hf. og upplýsingagjöf stjórnar félagsins sé yfirhöfuð fullnægjandi. Af þessum sökum mun ég ekki undirrita svar endurskoðunarnefndar Félagsbústaða hf. við spurningum er varða upplýsingagjöf félagsins.

2.    Lögð fram að nýju fyrirspurn frá Ríkisskattstjóra dags. 16. mars sl. um að gera grein fyrir hvernig tryggt verður að innihald og framsetning skýrslu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sef. sé viðeigandi og uppfylli ákvæði Vl. kafla laga nr. 3/2006 og reglugerðar 696/2019 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Jafnframt lögð fram drög að svari endurskoðunarnefndar dags. í dag. IE19110008

Samþykkt samhljóða að senda svarið til Ríkisskattstjóra og stjórnar Orkuveitunnar

Fundi slitið kl. 9:25

Staðfest í tölvupósti 

í samræmi við ákvæði reglna um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Diljá Mist Einarsdóttir    Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 18.06.2020 - prentvæn útgáfa