Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 191

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, mánudaginn 15. júní var haldinn 191. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, Reykjavík og hófst klukkan 9:10. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Diljá Mist Einarsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram áætlun innri endurskoðanda um sameiningu á hlutverkum umboðsmanns borgarbúa, persónuverndarfulltrúa og Innri endurskoðunar undir stjórn innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. IE19110002 

2.    Rætt um þóknun til varamanns endurskoðunarnefndar vegna afsagnar Einars S Hálfdánarsonar.

Samþykkt að óska eftir því við skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar að ganga frá málum í samræmi við leiðbeiningar hans. 10. þ.m.

Fundi slitið kl. 11:13

Lárus Finnbogason

Diljá Mist Einarsdóttir    Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
endurskodunarnefnd_1506.pdf