Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 190

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, miðvikudaginn 10. júní var haldinn 190. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 13:30. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Diljá Mist Einarsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram að nýju fyrirspurn frá Ríkisskattstjóra dags. 16. mars sl. um gera grein fyrir hvernig tryggt verður að innihald og framsetning skýrslu stjórnar Félagsbústaða hf. sé viðeigandi og uppfylli ákvæði Vl. kafla laga nr. 3/2006 og reglugerðar 696/2019 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Jafnframt lögð fram drög að svari endurskoðunarnefndar. IE19110008

Frestað

2.    Lögð fram að nýju fyrirspurn frá Ríkisskattstjóra dags. 16. mars sl. um gera grein fyrir hvernig tryggt verður að innihald og framsetning skýrslu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sef. sé viðeigandi og uppfylli ákvæði Vl. kafla laga nr. 3/2006 og reglugerðar 696/2019 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Jafnframt lögð fram drög að svari endurskoðunarnefndar. IE19110008

Frestað

3.    Lögð fram ósk sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs dags. 4. þ.m. um umsögn endurskoðunarnefndar vegna erindis Tónskóla Sigursveins dags. 3. þ.m. um að fallið verði frá kröfu um að ársreikningur tónlistarskólans verði endurskoðaður. IE20060001

Bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd telur ástæðu til að fara yfir málið m.a. með hliðsjón af 12. gr. reglna um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla og óskar eftir því að fá sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs til fundar við nefndina.

4.    Rætt um starfsskýrslu endurskoðunarnefndar fyrir árið 2020. IE20060003

5.    Rætt um sjálfsmat endurskoðunarnefndar fyrir árið 2020. IE20060004

Samþykkt að senda gátlista á nefndarmenn með samþykkt og starfsreglum nefndarinnar og að farið verði sameiginlega yfir matið á næsta fundi.

6.    Önnur mál

•    Fundir á milli funda. 

•    Aðalfundur Félagsbústaða

•    Kynningarfundur um breytt skipulag Innri endurskoðunar

•    Rætt um þóknun til varamanna í endurskoðunarnefnd

•    Ákveðið að funda næst mánudaginn 15. júní nk.

Fundi slitið kl. 14:56    

Lárus Finnbogason

Sunna Jóhannsdóttir     Sigrún Guðmundsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 10.06.2020 - prentvæn útgáfa