Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 19

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Ár 2012, þriðjudaginn 28. ágúst, var haldinn 19. fundur endurskoðunarnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.05 Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð 18. fundar yfirfarin og undirrituð.
2. Skipulag haustvinnu nefndarinnar.
- Klukkan 10:29 tekur Sturla Jónsson sæti á fundinum.
3. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar.
Ákveðið að fá kynningu hjá fjármálastjóra á stöðu fjárhagsáætlunarvinnu og ferli við úthlutun fjárhagsramma.
4. Samskipti og aðgangur endurskoðunarnefndar, innri og ytri endurskoðanda að gögnum og upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur.
- Klukkan 10:49 víkur Sturla Jónsson af fundi.
Ákveðið að boða til fundar með endurskoðunarnefnd Orkuveitu Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 11.13

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson