No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Ár 2012, þriðjudaginn 10. júlí, var haldinn 18. fundur endurskoðunarnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05 Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson og Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð 17. fundar yfirfarin og undirrituð.
2. Val á ytri endurskoðendum Reykjavíkurborgar.
Ákveðið að vinna tillögu til borgarstjórnar um undirbúning að vali á ytri endurskoðendum Reykjavíkurborgar.
3. Starfsreglur endurskoðunarnefndar.
Samþykkt að vísa til borgarráðs til kynningar.
4. Samskipti og aðgangur endurskoðunarnefndar, innri og ytri endurskoðanda að gögnum og upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur.
Bókun endurskoðunarnefndar: Í ljósi tillögu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur til eigenda á aðalfundi 14.6. s.l. um aðgang endurskoðunarnefndar, innri og ytri endurskoðenda eigenda að gögnum fyrirtækisins telur endurskoðunarnefnd mikilvægt að unnið verði af hálfu borgarstjórnar að gerð ítarlegrar verklagsreglu um samskipti og aðgang endurskoðunarnefndar, innri og ytri endurskoðenda að gögnum B-hluta félaga.
Fundi slitið kl. 13.22
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson