Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 189

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, mánudaginn 4. maí var haldinn 189. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst klukkan 10:31. Lárus Finnbogason, Diljá Mist Einarsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir taka þátt í fundinum. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram úrsagnarbréf Einars S Hálfdánarsonar til borgarstjórnar Reykjavíkur, dags. 13. apríl 2020. 

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd harmar að til þess hafi þurft að koma að Einar S Hálfdánarson, endurskoðunarnefndarmaður, hafi talið nauðsynlegt að segja sig úr nefndinni einkum vegna ágreinings um reikningsskil Félagsbústaða hf. Nefndin þakkar honum fyrir samstarfið og óskar honum alls hins besta.

2.    Lögð fram að nýju umsögn endurskoðunarnefndar um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 dags. 28. apríl 2020. IE19110008.

Samþykkt með þremur atkvæðum gegn atkvæði Diljár Mistar Einarsdóttir að vísa umsögninni til borgarstjórnar.

3.    Lagt fram að nýju minnisblað endurskoðunarnefndar til borgarráðs dags. 28. f.m. um reikningsskil Félagsbústaða hf.  og mat á leiguíbúðum félagsins. IE20030011.

Lögð fram tillaga Diljár Mistar Einarsdóttur um að endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar samþykki að fela ytri endurskoðendum Félagsbústaða hf. að gera útreikning á virði fasteigna félagsins til að staðreyna virði þeirra. Virðingin fari fram í samræmi við ákvæði IAS 40.45 og taki mið af gildandi leigusamningum um eignirnar eins og áskilið er í staðlinum.

Greinargerð fylgir  tillögunni:

Tillagan felld með þremur atkvæðum gegn atkvæði Diljár Mistar Einarsdóttur.

Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:

Reikningsskil Félagsbústaða hf., hafa hlotið ítarlega umfjöllun og þá sérstaklega sú reikningskilaaðferð félagsins að beita gangvirði á leigueignir þess. Ekki er tilefni til frekari umfjöllunar um reikningsskil Félagsbústaða hf.

Diljá Mist Einarsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Óskað var eftir rökstuðningi fyrir afgreiðslu meirihluta nefndarinnar á tillögunni, með tilliti til IAS 40, en við því var ekki orðið.

Samþykkt með þremur atkvæðum gegn atkvæði Diljár Mistar Einarsdóttir að vísa minnisblaði endurskoðunarnefndar til borgarstjórnar.

Diljá Mist Einarsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Ég er mótfallin bréfinu og geri verulegar athugasemdir við orðalag þess, sem er rangt. Það er m.a. vísað til þeirrar endurskoðunarnefndar "sem nú situr", sem er hugtak sem stenst enga skoðun, enda var bréfið ritað og tekið fyrir af hluta nefndarinnar á ólögmætum fundi og til þess vísar orðalagið.

4.    Önnur mál

Diljá Mist Einarsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Ég geri alvarlega athugasemd við boðun og lögmæti fundar sl. viku.

Fundi slitið kl. 11:01

Staðfest í tölvupósti 

í samræmi við ákvæði reglna um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Diljá Mist Einarsdóttir    Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 04.05.2020 - prentvæn útgáfa