Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 186

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, mánudaginn 27. apríl var haldinn 186. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst klukkan 9:05. Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir taka þátt í fundinum. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram bréf Grant Thornton til endurskoðunarnefndar dags. í dag með staðfestingu á óhæði vegna eininga tengdum almannahagsmunum skv. 29. gr. laga nr. 94/2019 um endurskoðendur. IE19110008

Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson og Harpa Guðlaugsdóttir hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið. Halldóra Káradóttir sviðsstjóri Fjármála- og áhættustýringarsviðs tekur einnig sæti á fundinum undir þessum lið. 

-    Kl. 9:12 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum

2.    Kynnt drög að endurskoðunarskýrslu ytri endurskoðenda Reykjavíkurborgar, Endurskoðunarskýrsla vegna endurskoðunar ársreiknings 2019, dags. 24. apríl 2020, ásamt bréfi sömu aðila með ábendingum og athugasemdum til stjórnenda vegna innra eftirlits og fjárhagsupplýsinga vegna endurskoðunar á ársreikningi 2019, dags. 27. apríl 2020. IE19110008

Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson og Harpa Guðlaugsdóttir hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið. Halldóra Káradóttir sviðsstjóri Fjármála- og áhættustýringarsviðs tekur einnig sæti á fundinum undir þessum lið. 

3.    Lögð fram drög að minnisblaði endurskoðunarnefndar til borgarráðs dags. í dag um reikningsskil Félagsbústaða hf. og mat fjárfestingaeigna.

Frestað 

Fundi slitið kl. 10:57

Staðfest í tölvupósti 

í samræmi við ákvæði reglna um fjarfundabúnað

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 27.04.2020 - prentvæn útgáfa