Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 184

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, miðvikudaginn 8. apríl var haldinn 184. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst klukkan 9:00. Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir, Einar S Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir taka þátt í fundinum. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á drögum að ársreikningi A hluta Reykjavíkurborgar og samstæðu. IE19110008

Halldóra Káradóttir, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir, Guðlaug S Sigurðardóttir, Gísli Hlíðberg Guðmundsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka þátt í fundinum um fjarfundabúnað undir þessum lið.

Frestað

2.    Lögð fram að nýju fyrirspurn frá Ríkisskattstjóra dags. 16. mars 2020 um gera grein fyrir hvernig tryggt verður að innihald og framsetning skýrslu stjórnar Félagsbústaða hf. sé viðeigandi og uppfylli ákvæði Vl. kafla laga nr. 3/2006 og reglugerðar 696/2019 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. IE19110008

Samþykkt að óska eftir því við Félagsbústaði að félagið veiti endurskoðunarnefnd álit og gögn sem styðja nefndina í svörum við fyrirspurn Ríkisskattstjóra.

3.    Lögð fram að nýju fyrirspurn frá Ríkisskattstjóra dags. 16. mars 2020. um gera grein fyrir hvernig tryggt verður að innihald og framsetning skýrslu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sef. sé viðeigandi og uppfylli ákvæði Vl. kafla laga nr. 3/2006 og reglugerðar 696/2019 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. IE19110008

Samþykkt að óska eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur að félagið veiti endurskoðunarnefnd álit og gögn sem styðja nefndina í svörum við fyrirspurn Ríkisskattstjóra.

4.    Lagt fram erindi Einars S Hálfdánarsonar dags. 23. mars 2020 sem skrifstofa borgarstjórnar vísaði til meðferðar endurskoðunarnefndar. IE20030011

Bókun Lárusar Finnbogasonar, Sigrúnar Guðmundsdóttur og Sunnu Jóhannsdóttur:

Það sem er til umfjöllunar í bréfi því sem vísað er til meðferðar endurskoðunarnefndar hefur hlotið ítarlega og faglega umfjöllun í nefndinni sem hefur farið yfir þetta mál með núverandi ytri endurskoðendum á nokkrum fundum. Einnig hefur verið fundað með aðilum frá Fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar sem ákvað í janúarmánuði að óska álits óháðra sérfræðinga í reikningsskilum um þetta. Niðurstaðan var enn og aftur sú að þessi reikningsskilaaðferð væri heimil og í samræmi við reikningsskilastaðla. Fram kom að Félagsbústaðir hafi beitt gangvirði á fjárfestingaeignir allt frá árinu 2004. Þá er nauðsynlegt að fram komi að Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, úrskurðaði þann 11. júlí 2013 eftirfarandi varðandi reikningsskil Félagsbústaða hf.: Úrskurðarorð: Ráðuneytið staðfestir ákvörðun ársreikningaskrár frá 29. mai 2012 um að félaginu […] sé skylt til að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, IFRS, við gerð ársreiknings síns fyrir árið 2011. Þessi úrskurður er afdráttarlaus um að Félagsbústöðum er skylt að beita IFRS og hafa ekki val um annað. Ætla verður að ráðuneytið og ársreikningaskrá hafi vandað til ákvarðana sinna á sínum tíma. Í framhaldi af úrskurðinum var gert samkomulag við ársreikningaskrá um að félagið endurgerði ársreikninga 2011 og 2012 og gerði þá samkvæmt IFRS og hefur þeim stöðlum verið beitt síðan. Vandséð er hvernig hefði átt bregðast við með öðrum hætti en að hlíta afdráttarlausum úrskurði ráðuneytisins. Þá er þess að geta að þrjú hérlend endurskoðunarfyrirtæki, sem eru hluti alþjóðlegra endurskoðunarfyrirtækja, hafa endurskoðað ársreikninga Félagsbústaða frá árinu 2004 og hafa ekki gert fyrirvara varðandi beitingu gangvirðis í reikningsskilum félagsins. Ársreikningur Félagsbústaða hefur verið tekin inn í samantekin reikningsskil borgarsjóðs skv. IFRS frá árinu 2013 og hefur verið til umfjöllunar hjá endurskoðunarnefnd sem hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við framsetningu reikningsskilanna. Með vísan til ofangreinds og fyrri afstöðu endurskoðunarnefndar er ekki talin ástæða til frekari aðgerða af hálfu nefndarinnar vegna erindisins. 

Fundi slitið kl. 11:21

Lárus Finnbogason

Sunna Jóhannsdóttir    Sigrún Guðmundsdóttir

Einar S Hálfdánarson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 08.04.2020 - prentvæn útgáfa