Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2020, miðvikudaginn 25. mars var haldinn 183. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst klukkan 8:30. Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir taka þátt í fundinum. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á drögum að ársreikningi SORPU bs. ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu sem lögð verður fram samhliða framlagningu ársreiknings fyrir stjórn. IE19110008
Sturla Jónsson, Theódór S Sigurbergsson og Sif Jónsdóttir frá Grant Thornton endurskoðun ehf. taka þátt í fundinum um fjarfundabúnað undir þessum lið. Helgi Þór Ingason og Guðrún Eva Jóhannesdóttir frá SORPU bs. taka þátt í fundinum um fjarfundabúnað ásamt Birgi Birni Sigurjónssyni frá Reykjavíkurborg.
Samþykkt að fela Lárusi Finnbogasyni og Sigrúnu Guðmundsdóttur að gera umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar SORPU bs.
2. Lagt fram erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 23. mars 2020 með ósk um greinargerð endurskoðunarnefndar varðandi skipan stjórna dótturfyrirtækja OR. IE19110005
Samþykkt að taka erindið til úrvinnslu.
3. Lögð fram fyrirspurn frá Ríkisskattstjóra dags. 16. mars 2020 þess efnis að gerð sé grein fyrir hvernig tryggt verður að innihald og framsetning skýrslu stjórnar Félagsbústaða hf. sé viðeigandi og uppfylli ákvæði Vl. kafla laga nr. 3/2006 og reglugerðar 696/2019 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. IE19110008
Frestað.
4. Lögð fram fyrirspurn frá Ríkisskattstjóra dags. 16. mars 2020 þess efnis að gerð sé grein fyrir hvernig tryggt verður að innihald og framsetning skýrslu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sef. sé viðeigandi og uppfylli ákvæði Vl. kafla laga nr. 3/2006 og reglugerðar 696/2019 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. IE19110008
Frestað.
5. Lagt fram yfirlit yfir embættisafgreiðslur innri endurskoðanda. IE20020006
6. Yfirlit annarra funda fulltrúa í endurskoðunarnefnd frá fundi nefndarinnar frá 27. febrúar 2020
Fundur með stjórn Strætó 13. mars 2020
Fundur með stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða 13. mars 2020
Fundur með stjórn Félagsbústaða 6. mars 2020
Fundi slitið kl. 11:26
Lárus Finnbogason
Sunna Jóhannsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 25.03.2020 - prentvæn útgáfa