Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2020, þriðjudaginn 19. mars var haldinn 182. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 8:30. Viðstaddir voru Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á drögum að ársreikningi Faxaflóahafna sf. ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu sem lögð verður fram samhliða framlagningu ársreiknings fyrir hafnarstjórn. IE19110008
Sturla Jónsson, Stefán Þór Ingason og Theódór S Sigurbergsson frá Grant Thornton endurskoðun ehf. taka sæti á fundinum undir þessum lið. Gísli Gíslason og Skúli Þór Helgason frá Faxaflóahöfnum tóku þátt í fundinum um fjarfundabúnað.
Samþykkt að fela Lárusi Finnbogasyni að gera umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Faxaflóahafna sf.
Fundi slitið kl. 9:06
Lárus Finnbogason
Sigrún Guðmundsdóttir Einar S Hálfdánarson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 19.03.2020 - prentvæn útgáfa