Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 181

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, þriðjudaginn 10. mars var haldinn 181. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 9:05. Viðstaddir voru Lárus Finnbogason og Einar S Hálfdánarson. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á drögum að ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur sef. ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu sem lögð verður fram samhliða framlagningu ársreiknings fyrir stjórn. IE19110008

Sturla Jónsson, Davíð Einarsson og Sif Jónsdóttir frá Grant Thornton endurskoðun ehf. taka sæti á fundinum undir þessum lið. Brynhildur Davíðsdóttir, Ingvar Stefánsson og Bryndís María Leifsdóttir frá OR taka jafnframt sæti á fundinum undir þessum lið. Bjarni Freyr Bjarnason tók þátt í fundinum um síma.

-    Kl. 9:09 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum.

Samþykkt að fela Lárusi Finnbogasyni og Sunnu Jóhannsdóttur að gera umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar OR.

2.    Fram fer kynning á drögum að ársreikningi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu og staðfestingu á óhæði Grant Thornton sem lögð verður fram samhliða framlagningu ársreiknings fyrir stjórn. IE19110008

Sturla Jónsson, Haukur Hauksson og Margrét Ýr Flygenring frá Grant Thornton endurskoðun ehf. taka sæti á fundinum undir þessum lið. Pawel Bartoszek og Halldór Torfason frá Malbikunarstöðinni Höfða hf. taka jafnframt sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að fela Sigrúnu Guðmundsdóttur að gera umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.

3.    Fram fer kynning á drögum að ársreikningi Strætó bs. ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu og staðfestingu á óhæði Grant Thornton sem lögð verður fram samhliða framlagningu ársreiknings fyrir stjórn. IE19110008

Sturla Jónsson, Davíð Einarsson og Sif Jónsdóttir frá Grant Thornton endurskoðun ehf. taka sæti á fundinum undir þessum lið. Björg Fenger og Jóhannes Rúnarsson frá Strætó bs. taka jafnframt sæti á fundinum undir þessum lið. 

Samþykkt að fela Sigrúnu Guðmundsdóttur að gera umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Strætó bs.

-    Kl. 11:19 víkur Lárus Finnbogason af fundinum

4.    Lögð fram drög að innri endurskoðunaráætlun Strætó bs. dags. 10. f.m. IE20010004

Jóhannes Rúnarsson frá Strætó bs. tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Björg Fenger formaður stjórnar Strætó bs. og Sif Einarsdóttir innri endurskoðandi Strætó bs. taka þátt í fundinum undir þessum lið í gegnum síma.

Samþykkt að vísa áætluninni til afgreiðslu stjórnar.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Innri endurskoðunaráætlun er áhættugrunduð sem byggir m.a. á viðtölum við stjórnendur og gerð í samræmi við kröfur í alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Endurskoðunarnefnd telur áætlunina vel unna og verkefnavalið viðeigandi. Áætluninni er því vísað til afgreiðslu hjá stjórn Strætó bs. 

5.    Lögð fram drög að erindisbréfi innri endurskoðunar Strætó bs. dags. 10.03.2020. IE20010004

Jóhannes Rúnarsson frá Strætó bs. tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Björg Fenger formaður stjórnar Strætó bs. og Sif Einarsdóttir innri endurskoðandi Strætó bs. taka þátt í fundinum undir þessum lið í gegnum síma.

Samþykkt að vísa erindisbréfinu til afgreiðslu stjórnar.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd hefur farið yfir erindisbréf innri endurskoðunar dags. 10. mars 2020 með hliðsjón af alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Erindisbréfið uppfyllir staðlana að mati endurskoðunarnefndar sem vísar því til stjórnar til afgreiðslu. Endurskoðunarnefnd hefur eftirlit með innri endurskoðun og bendir í því samhengi á að mikilvægt er að innri endurskoðandi Strætó bs. og stjórnendur tryggi að niðurstöður og ákvarðanir er varða innri endurskoðunina komi til nefndarinnar til umfjöllunar. 

Fundi slitið kl. 12:01

Sigrún Guðmundsdóttir

Einar S Hálfdánarson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 10.03.2020 - prentvæn útgáfa