No translated content text
Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2020, miðvikudaginn 26. febrúar var haldinn 179. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 9:05. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir. Kristín Vilhjálmsdóttir, skrifstofustjóri Innri endurskoðunar, sat jafnframt fundinn. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á drögum að ársreikningi Félagsbústaða hf. ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu. IE19110008
Sturla Jónsson og Alda Björk Óskarsdóttir frá Grant Thornton endurskoðun ehf. taka sæti á fundinum undir þessum lið. Heiða Björg Hilmisdóttir, Sigrún Árnadóttir og Kristín Guðmundsdóttir frá Félagsbústöðum taka jafnframt sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 09:12 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum.
- kl. 09:39 víkur Einar S. Hálfdánarson af fundi.
2. Fram fer kynning á drögum að ársreikningi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu. IE19110008
Sturla Jónsson og Alda Björk Óskarsdóttir frá Grant Thornton endurskoðun ehf. taka sæti á fundinum undir þessum lið. Jón Viðar Matthíasson og Ástríður Þórðardóttir frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. taka jafnframt sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 10:01 tekur Einar S. Hálfdánarson sæti á fundinum að nýju.
3. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra Innri endurskoðunar varðandi viðbrögð stjórnenda Reykjavíkurborgar og samstæðu við ábendingum ytri endurskoðenda. IE19120003
4. Lagt fram yfirlit yfir embættisafgreiðslur Innri endurskoðunar dags. 24. febrúar 2020 og jafnframt kynnir innri endurskoðandi fyrir nefndinni nýtt verklag varðandi kynningu á niðurstöðum embættisins fyrir endurskoðunarnefnd. IE19120001
5. Lagt fram bréf innri endurskoðanda dags. 25. febrúar 2020 um niðurstöður eftirfylgniúttektar á skráningu safngripa hjá Menningar- og ferðamálasviði sem kynnt var í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði 24. febrúar 2020. IE18080004
Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Í samræmi við það hlutverk endurskoðunarnefndar að fylgjast með viðbrögðum stjórnenda við ábendingum og tillögum innri endurskoðanda, boðar nefndin sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs til fundar við nefndina til þess að gera grein fyrir stöðu þeirra ábendinga sem sviðið hefur ekki brugðist við.
6. Lagt fram minnisblað innri endurskoðunar SORPU bs. á áhættumati stjórnenda dags. 24. febrúar 2020 ásamt skýrslu um skoðun og eftirfylgni athugasemda fyrri tímabila vegna innri endurskoðunar SORPU dags. s.d.
Auðbjörg Friðgeirsdóttir frá PwC tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Yfirlit annarra funda fulltrúa í endurskoðunarnefnd frá síðasta fundi nefndarinnar 27. janúar sl.
Fundur formanns með innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar 19. febrúar 2020
Fundur formanns með formanni borgarráðs og innri endurskoðanda 21. febrúar 2020
Fundi slitið kl. 12:13
Lárus Finnbogason
Sigrún Guðmundsdóttir Einar S. Hálfdánarson
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 26.02.2020 - prentvæn útgáfa