Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 178

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, mánudaginn 27. janúar var haldinn 178. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 9:05. Viðstödd voru Einar S Hálfdánarson, Sunna Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Margrét Jóhannesdóttir. Fundarritari var Kristín Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram drög að ráðningarbréfi Deloitte vegna innri endurskoðunar Strætó bs. dags. 7. janúar 2020 ásamt óhæðisyfirlýsingu Deloitte dags. 24. janúar 2020. IE20010004

Samþykkt. 

Sif Einarsdóttir frá Deloitte, Björg Fenger stjórnarformaður Strætó bs. og Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó bs taka sæti á fundinum undir þessum lið.

-    kl. 09:40 tekur Lárus Finnbogason sæti á fundinum. 

2.    Lagt fram að nýju erindisbréf innri endurskoðunar SORPU bs. dags. 27. janúar 2020, ásamt óhæðisyfirlýsingu dags. 27. janúar 2020. IE19120001

Samþykkt. 

Jón Sigurðsson frá PricewaterhouseCoopers tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Staða uppgjörsvinnu og endurskoðunar ársreiknings 2019. Umræða um stöðu verkefna og tímasetningar. IE19110008 & IE19120002

Halldóra Káradóttir fjármálastjóri og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir frá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar og Sturla Jónsson frá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

4.    Fram fer kynning á breyttu skipulagi fjármálasviðs Reykjavíkurborgar og mönnun verkefna. 

Halldóra Káradóttir fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5.    Yfirlit annarra funda fulltrúa í endurskoðunarnefnd frá fundi nefndarinnar 8. janúar sl.

•    Fundur formanns með Halldóru Káradóttur fjármálastjóra, Sigurrósu Ástu Sigurðardóttur og Gísla Hlíðberg Guðmundssyni borgarbókara fim. 23. janúar sl.

•    Skýrsla Innri endurskoðunar um stjórnarhætti og áætlanagerð vegna gas- og jarðgerðarstöðvar kynnt fyrir stjórn Sorpu mið. 22. janúar sl. IE19090002

Fundi slitið kl. 11:25

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Einar S. Hálfdánarson

Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 27.01.2020 - prentvæn útgáfa