Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 177

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2020, miðvikudaginn 8. janúar var haldinn 177. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 9:10. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindisbréf innri endurskoðunar SORPU bs. dags. 8. janúar 2020. IE19120001

Frestað

Jón Sigurðsson frá PricewaterhouseCoopers tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lögð fram svör sem komin eru um viðbrögð við ábendingum ytri endurskoðenda. IE19120003

Endurskoðunarnefnd samþykkir að senda ítrekun til stjórnenda sem eiga eftir að svara um viðbrögð við ábendingum ytri endurskoðenda.

3.    Lögð fram drög að áætlun um tímasetningar vegna mánaðar- og árshlutauppgjöra á árinu 2020. IE19120002

4.    Lögð fram innri endurskoðunaráætlun ársins 2020 fyrir A hluta borgarsjóðs dags. í janúar 2020. IE19080005

Samþykkt 

Anna Margrét Jóhannesdóttir og Sigrún Lilja Sigmarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Lögð fram yfirlýsing innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar um óhæði Innri endurskoðunar dags. 6. janúar 2020 IE19080005

6.    Rætt um reikningsskil Félagsbústaða.

Samþykkt að formaður endurskoðunarnefndar taki málið til umræðu með sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar.

-    Kl. 11:20 víkur Einar S Hálfdánarson af fundi

7.    Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Strætó bs. dags. 6.janúar 2020 um ákvörðun stjórnar Strætó bs. að framlengja um eitt ár samning við Deloitte um innri endurskoðun félagsins og að undirbúa verðkönnun á innri endurskoðunarþjónustu sem verði gerð síðar á árinu. IE20010004

Fundi slitið kl. 11:47

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
endurskdunarnefnd_0801_0.pdf