Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 176

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2019, mánudaginn 9. desember var haldinn 176. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 9:14. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram innri endurskoðunaráætlun SORPU bs. 2019 dags. 7. desember 2019. IE19120001

Jón Sigurðsson frá PricewaterhouseCoopers tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Endurskoðunarnefnd samþykkir þau verkefni sem tilgreind eru í áætlun PwC en leggur áherslu á að innri endurskoðandi SORPU geri skriflega grein fyrir endurskoðunarheimi SORPU og eigin áhættumati á starfseminni sem skýri verkefnavalið í áætlun. Þá óskar endurskoðunarnefnd eftir því að innri endurskoðandi SORPU leggi fram óhæðisyfirlýsingu í samræmi við alþjóðlega staðla um innri endurskoðun ásamt uppfærðu erindisbréfi.

2.    Lagt fram bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar dags. 6.12.2019 um breytingar á starfsreglum Innri endurskoðunar sem voru síðast samþykktar af endurskoðunarnefnd 27. nóvember 2017. IE19090004

Endurskoðunarnefnd samþykkir breytingu á starfsreglum Innri endurskoðunar.

3.    Lögð fram til kynningar upplýsingastefna Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar.  IE19090004

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd fagnar þeirri breytingu á upplýsingastefnunni sem hér birtist.

4.    Rætt um eftirfylgni með ábendingum ytri endurskoðenda í samræmi við hlutverk endurskoðunarnefndar. IE19120003

Endurskoðunarnefnd samþykkir að senda fyrirspurn til stjórnenda um viðbrögð við ábendingum ytri endurskoðenda.

5.    Rætt um drög að starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir árið 2019-2020. IE19100005

6.    Lögð fram uppfærð verklagsregla um samþykki endurskoðunarnefndar fyrir aðra þjónustu endurskoðenda. IE19120004

7.    Fram fer kynning á hugbúnaði Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem meðal annars heldur utan um endurskoðunarheim samstæðu Reykjavíkurborgar, áhættumat og eftirfylgni með ábendingum og athugasemdum sem settar eru fram í tengslum við verkefnavinnslu. IE15030013

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd fagnar því að verið er að taka í notkun kerfi hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar sem getur haldið með þeim skýra hætti utan um ábendingar sem varða stjórnarhætti, áhættustýringu og innra eftirlit. Endurskoðunarnefnd óskar eftir því að Innri endurskoðun haldi utan um ábendingar fyrir innri og ytri endurskoðendur og aðra eftirlitsaðila sem tengjast verksviði endurskoðunarnefndar. Þannig verði borgarráði og stjórnum fyrirtækja innan samstæðu Reykjavíkurborgar gefnar reglulega skýrslur með yfirliti ábendinga.

Fundi slitið kl. 11:29

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Sunna Jóhannsdóttir

Einar S Hálfdánarson

PDF útgáfa fundargerðar
endurskodunarnefnd_0912.pdf