Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 175

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2019, mánudaginn 25. nóvember var haldinn 175. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 9:15. Viðstödd voru Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á árshlutareikningi samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir janúar – september. IE19010001

Halldóra Káradóttir, Guðlaug M Sigurðardóttir og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir frá fjármála- og áhættustýringarsviði taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Klukkan 9:21 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum

2.    Lögð fram til umræðu verklagsregla um samþykkt endurskoðunarnefndar fyrir aðra þjónustu ytri endurskoðenda. IE19120004

Samþykkt að taka verklagsregluna til endurskoðunar 

3.    Yfirlit annarra funda fulltrúa í endurskoðunarnefnd frá fundi nefndarinnar 28. október sl.

    Fundur með eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

    Fundur með stjórn Félagsbústaða út af árshlutareikningi

    Fundur með fjármáladeild OR um árshlutareikning

    Fundur formanns endurskoðunarnefndar með innri endurskoðanda vegna innri endurskoðunaráætlunar

Fundi slitið kl. 11:30

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
endurskodunarnefnd_2511.pdf