Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 173

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2019, mánudaginn 28. október var haldinn 173. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 9:06. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar á ársreikningi samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019. IE19100006

J. Sturla Jónsson, Theódór S. Sigurbergsson, Harpa Guðlaugsdóttir og Davíð Arnar Einarsson frá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna.

2.    Lagt fram trúnaðarmerkt yfirlit yfir þóknun ytri endurskoðenda vegna rekstrarársins 2018. IE19100007

J. Sturla Jónsson, Theódór S. Sigurbergsson, Harpa Guðlaugsdóttir og Davíð Arnar Einarsson frá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið.  

3.    Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar með úttekt Innri endurskoðunar, Samþykktarferli reikninga og lotun gjalda, frá apríl 2016. IE19020009

Hallur Símonarson, innri endurskoðandi, kynnir. 

4.    Fram fer kynning á niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar, Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi hjá Faxaflóahöfnum, dags. í október 2019. IE18060003

Hallur Símonarson, innri endurskoðandi, kynnir. 

5.    Lögð fram skýrsla Innri endurskoðunar Eftirfylgni – Stjórnun upplýsingatæknimála, dags. október 2019, og kynntar niðurstöður eftirfylgni með úttekt Innri endurskoðunar á stjórnun upplýsingatæknimála frá maí 2017. IE18070001

 

Hallur Símonarson, innri endurskoðandi, kynnir. 

6.    Fram fer umræða um starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2019-2020. IE19100005

Frestað

     

7.    Yfirlit annarra funda fulltrúa í endurskoðunarnefnd frá fundi nefndarinnar 26. ágúst sl.

    Fundur með formanni borgarráðs um sameiginleg málefni endurskoðunarnefndar og borgarráðs 24. september sl.

    Fundur með formanni og varaformanni stjórnar Sorpu bs. 25. september sl.

    Vinnufundur endurskoðunarnefndar 2. þ.m.

    Fundur með ytri endurskoðendum OR, fjármálastjóra og forstöðumanni reikningshalds 1. þ.m.

    Undirbúningsfundur fyrir fund endurskoðunarnefndar 25. þ.m.

Fundi slitið kl. 11:15

Lárus Finnbogason

Einar S Hálfdánarson    Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
endurskodunarnefnd_2810.pdf