Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 172

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2019, mánudaginn 26. ágúst var haldinn 172. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 9:07. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á árshlutareikningi samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir janúar til júní 2019. IE19010001

Halldóra Káradóttir, Gísli Hlíðberg Guðmundsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna.

2. Lagður fram árshlutareikningur Félagsbústaða fyrir janúar til júní 2019. IE19010001

3. Lagður fram árshlutareikningur Orkuveitu Reykjavíkur fyrir janúar til júní 2019 ásamt umsögn endurskoðunarnefndar dags. 23. þ.m. IE19010001

Endurskoðunarnefnd samþykkir fyrirliggjandi umsögn um árshlutareikning OR og vísar henni til stjórnar.

4. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar með úttekt Innri endurskoðunar, Afstemmingar undirkerfa Agresso frá mars 2016. IE19020010

Þórunn Þórðardóttir, verkefnastjóri hjá Innri endurskoðun tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.

5. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar með úttekt Innri endurskoðunar, Virkni verklagsreglna um ferðaheimildir og greiðslu ferðakostnaðar frá maí 2014. IE18060002

Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, innri endurskoðandi upplýsingakerfa hjá Innri endurskoðun tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.

6. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar með úttekt Innri endurskoðunar, Umsýsla lóðamála frá mars 2016. IE18030003

Pétur Sævald Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Innri endurskoðun tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.

Klukkan 11:23 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum

7. Lögð fram og kynnt skýrsla Innri endurskoðunar, Grunnskólar Reykjavíkur – Úthlutun fjárheimilda og rekstur IE18050002.

Guðjón Hlynur Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Innri endurskoðun tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.

8. Fram fer kynning á úttekt Innri endurskoðunar, Fjárfestingaferli Orkuveitu Reykjavíkur, áfangaskýrsla til stjórnar OR IE18090010

9. Yfirlit annarra funda fulltrúa í endurskoðunarnefnd frá fundi nefndarinnar 11. júlí sl.

§ Fundur með borgarráði um starfsskýrslu endurskoðunarnefndar 15. þ.m.

§ Fundur með Innri endurskoðunar Orkuveitunnar 16. þ.m.

§ Fundur með stjórn OR 19. þ.m.

§ Undirbúningsfundur fyrir fund endurskoðunarnefndar 23. þ.m.

§ Fundur með ytri endurskoðendum OR 23. þ.m.

Fundi slitið kl. 12:23

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir                                                              Sunna Jóhannsdóttir

Einar S Hálfdánarson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 26.08.2019 - prentvæn útgáfa