Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 171

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2019, fimmtudaginn 11. júlí var haldinn 171. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 9:05. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sunna Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1.    Lagðar fram niðurstöður úr viðhorfskönnun endurskoðunarnefndar sem gerð var meðal hagaðila nefndarinnar. IE19050004

2.    Fram fer umræða um sjálfsmat endurskoðunarnefndar í tengslum við gerð skýrslu nefndarinnar til borgarstjórnar. IE19030005

3.    Fram fer umræða um drög að skýrslu endurskoðunarnefndar til borgarstjórnar vegna starfsársins 2018-2019. IE19030005 

4.    Lögð fram og kynnt skýrsla Innri endurskoðunar um eftirfylgniúttekt með innkaupakortum. IE15010005

Jenný Stefanía Jensdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5.    Lögð fram trúnaðarmerkt greinargerð til slökkviliðsstjóra. IE19020007 

6.    Fram fer umræða um greiðslur til ytri endurskoðenda vegna vinnu við endurskoðun ársreiknings 2018. IE18010006

Fundi slitið kl. 12:04

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Sunna Jóhannsdóttir

Einar S Hálfdánarson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 11.07.2019 - prentvæn útgáfa