Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 169

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2019, miðvikudaginn 22. maí var haldinn 169. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 13:05. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á vinnu við innri endurskoðun fyrir samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) starfsárið 2018 – 2019 sem unnin hefur verið á grundvelli samkomulags milli stjórnar OR og Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) frá janúar 2018. IE18030010 

Anna Margrét Jóhannesdóttir, verkefnastjóri úttekta hjá IER, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagður fram rammi að innri endurskoðunaráætlun samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir tímabilið júní 2019 til maí 2020. IE18030010

Samþykkt og vísað til stjórnar OR og stjórna dótturfélaga OR.

Anna Margrét Jóhannesdóttir, verkefnastjóri úttekta hjá IER, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Fram fer kynning á niðurstöðu eftirfylgni útistandandi ábendinga úr úttektum innri endurskoðunar hjá samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur pr. 1. janúar 2018. IE18030009

Anna Margrét Jóhannesdóttir, verkefnastjóri úttekta hjá IER, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lögð fram drög að spurningum í viðhorfskönnun endurskoðunarnefndar til sjálfsmats nefndarinnar. IE19050004

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:04

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 22.05.2019 - prentvæn útgáfa