Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 167

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2019, mánudaginn 6. maí var haldinn 167. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 8:50. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram að nýju álitsgerð Trausta Fannars Valssonar um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og viðauka, dags. 22. apríl 2019, er unnin var að beiðni endurskoðunarnefndar í kjölfar erindis borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks til nefndarinnar, dags. 18. mars 2019.  Jafnframt lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar til borgarráðs um álitsgerðina. IE19030003

Samþykkt og vísað til borgarráðs

2.    Lögð fram og kynnt skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um mat á eftirlitsumhverfi Reykjavíkurborgar dags. 2. maí sl. Einnig lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar til borgarráðs um skýrslu Innri endurskoðunar. IE19030001

Samþykkt og vísað til borgarráðs

3.    Formaður gerði grein fyrir afgreiðslu borgarráðs á ársreikningi Reykjavíkurborgar 2018 og vísun hans til borgarstjórnar en nefndin veitti borgarráði umsögn sína um ársreikninginn í samræmi við hlutverk sitt.

4.    Rætt um framvindu gerðar starfsskýrslu endurskoðunarnefndar til borgarráðs og til stjórna B hluta fyrirtækja.

Fundi slitið kl. 10:37

Lárus Finnbogason

Sunna Jóhannsdóttir    Sigrún Guðmundsdóttir

Einar S Hálfdánarson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 06.05.2019 - prentvæn útgáfa