Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 165

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2019, miðvikudaginn 24. apríl var haldinn 165. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:47. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einnig sat fundinn Hallur Símonarson. Fundarritari var Kristín Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

1.    Kynnt drög dags. 19. apríl 2019 að endurskoðunarskýrslu ytri endurskoðenda fyrir Reykjavíkurborg og samstæðu fyrir árið 2018 og skýrslu um ábendingar og athugasemdir vegna innra eftirlits og fjárhagsupplýsinga vegna endurskoðunar á ársreikningi 2018.  IE18010006

Ytri endurskoðendur, Sturla Jónsson, Guðrún Torfhildur Gísladóttir og Theodór S. Sigurbergsson frá Grant Thornton, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lögð fram álitsgerð um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og viðauka, dags. 22. apríl 2019, er unnin var að beiðni endurskoðunarnefndar í kjölfar erindis borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks til nefndarinnar, dags. 18. mars 2019.  IE19030003 

Höfundur álitsgerðar, Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Frestað.

3.    Lögð fram ódagsett drög að umsögn endurskoðunarnefndar varðandi skýrslu PricewaterhouseCoopers ehf. (PwC) um innri endurskoðun Sorpu bs. fyrir árið 2018. IE18020009

Samþykkt.

4.    Fram fer umræða um ársskýrslu endurskoðunarnefndar 2019.  IE19030005

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ákveðið að leggja ársskýrslu endurskoðunarnefndar fram á fundi borgarráðs í júlí 2019.

5.    Fram fer umræða um umsögn endurskoðunarnefndar um ársreikning Reykjavíkurborgar og samstæðu fyrir árið 2018.  IE18010006

6.    Kynntar niðurstöður minnisblaðs innri endurskoðunar til slökkviliðsstjóra varðandi lífeyrisgreiðslur fjármálastjóra SHS.  IE19020007

-    kl. 11:44 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundi

Fundi slitið kl. 12:06

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 24.04.2019 - prentvæn útgáfa