Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2019, miðvikudaginn 10. apríl var haldinn 164. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar S. Hálfdánarson. Einnig sat fundinn Hallur Símonarson. Fundarritari var Kristín Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Kynnt lokadrög að skýrslu PricewaterhouseCoopers ehf. (PwC) um innri endurskoðun Sorpu bs. fyrir árið 2018. IE18020009
Jón Sigurðsson frá PwC og Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu bs., taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
2. Lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar vegna eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar á innra eftirliti Faxaflóahafna er kynnt var endurskoðunarnefnd 27. febrúar síðastliðinn. IE18080003
Samþykkt og vísað til hafnarstjórnar.
Fundi slitið kl. 11:07
Lárus Finnbogason
Sigrún Guðmundsdóttir Einar S. Hálfdánarson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 10.04.2019 - prentvæn útgáfa