Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 162

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2019, miðvikudaginn 27. mars var haldinn 162. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:54. Viðstödd voru Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir. Einnig sat fundinn Hallur Símonarson. Fundarritari var Kristín Vilhjálmsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Drög að umsögn endurskoðunarnefndar vegna eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar á innra eftirliti Faxaflóahafna er kynnt var endurskoðunarnefnd 27. febrúar sl. IE18080003

Frestað

2.    Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar dags. 27.03.2019 um ársreikning Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2018. IE18010006

Samþykkt og vísað til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

3.    Lagt fram erindi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins til endurskoðunarnefndar varðandi meðhöndlun á fjárheimildum borgarinnar. IE19030003

Samþykkt að óska eftir áliti sérfróðs lögfræðings.

4.    Fram fer umræða um ársskýrslu endurskoðunarnefndar. IE19030005

5.    Fram fer umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar og samstæðu. IE18010006

6.    Formaður segir frá fundi með stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða þann 25. mars sl. þar sem fram fór kynning á endurskoðunarnefnd. IE18120002

Fundi slitið kl. 09:45

Lárus Finnbogason

Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 27.03.2019 - prentvæn útgáfa