Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 161

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2019, þriðjudaginn 12. mars var haldinn 161. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:00. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sunna Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Einnig sat fundinn Kristín Vilhjálmsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umræða um eftirfylgniúttekt Innri endurskoðunar á innra eftirliti Faxaflóahafna er kynnt var endurskoðunarnefnd 27. febrúar sl. IE18080003

Gísli Gíslason hafnarstjóri og Pétur Sævald Hilmarsson frá Innri endurskoðun taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Fram fer umræða um úttekt Innri endurskoðunar á verklegum framkvæmdum og innkaupamálum er kynnt var endurskoðunarnefnd 27. febrúar sl. Lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar, dags. í dag. IE18050001

Ámundi Brynjólfsson frá Umhverfis- og skipulagssviði, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupadeild og Jenný Stefanía Jensdóttir frá Innri endurskoðun taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Umsögn endurskoðunarnefndar til borgarráðs samþykkt og vísað til borgarráðs.

3.    Lagt fram erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. dags. 22.02.2019 þar sem óskað er leiðsagnar vegna ábendinga Innri endurskoðunar varðandi siðareglur félagsins. IE17080003

Pawel Bartoszek og Halldór Torfason frá Malbikunarstöðinni Höfða hf. taka sæti á fundinum undir þessum lið. Jafnframt tekur sæti á fundinum Jenný Stefanía Jensdóttir frá Innri endurskoðun.

4.    Fram fer umræða um reikningsskil hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústöðum hf.

Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri og Gísli Hlíðberg Guðmundsson borgarbókari taka sæti á fundinum undir þessum lið.

-    Klukkan 10:40 víkur Einar S. Hálfdánarson af fundinum.

5.    Fram fer fræðsla um fastanefndir Reykjavíkurborgar og umsýslu þeirra.

Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar, dags. í dag, um ársreikning Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2018. IE18010006

Samþykkt og vísað til stjórnar Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.

7.    Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar, dags. í dag, um ársreikning Orkuveitu Reykjavíkur ses fyrir árið 2018. IE18010006

Samþykkt og vísað til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.

8.    Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar, dags. í dag, um ársreikning Strætó bs. fyrir árið 2018. IE18010006

Samþykkt og vísað til stjórnar Strætó bs.

9.    Lögð fram ódagsett drög að umsögn endurskoðunarnefndar um ársreikning Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2018. IE18010006

Frestað.

Fundi slitið kl. 12:01

Lárus Finnbogason

Sunna Jóhannsdóttir    Sigrún Guðmundsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 12.03.2019 - prentvæn útgáfa