Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 160

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2019, mánudaginn 11. mars var haldinn 160. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:00. Viðstödd voru Lárus Finnbogason,  Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Einnig sat fundinn Kristín Vilhjálmsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á drögum að ársreikningi Strætó bs. fyrir árið 2018. IE18010006

Björg Fenger, Jóhannes Rúnarsson og Ástríður Þórðardóttir frá Strætó bs. taka sæti á fundinum undir þessum lið. Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson, Haukur Hauksson og Alda Óskarsdóttir frá Grant Thornton taka einnig sæti á fundinum og kynna vinnu við endurskoðun ársreiknings 2018 og helstu álitamál.

-    Klukkan 9:12 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum.

Samþykkt að formaður endurskoðunarnefndar útbúi drög að umsögn til stjórnar um ársreikning Strætó bs. fyrir 2018 sem lögð verði fram og afgreidd með vísan í III. kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar sem samþykktar voru hinn 29. september 2017.

2.    Fram fer kynning á ársreikningi Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2018 sem afgreiddur var í hafnarstjórn 8. þ.m. IE18010006

Kristín Soffía Jónsdóttir, Auður M. Sigurðardóttir og Gísli Gíslason frá Faxaflóahöfnum sf. taka sæti á fundinum undir þessum lið. Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson frá Grant Thornton taka einnig sæti á fundinum og kynna vinnu við endurskoðun ársreiknings 2018 og helstu álitamál.

-    Klukkan 09:54 tekur Stefán Þór Ingvarsson sæti á fundinum.

-    Klukkan 10:30 víkur Stefán Þór Ingvarsson af fundinum.

3.    Fram fer kynning á drögum að ársreikningi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2018. IE18010006

Margrét S. Björnsdóttir og Halldór Torfason frá Malbikunarstöðinni Höfða hf. taka sæti á fundinum undir þessum lið. Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson frá Grant Thornton taka einnig sæti á fundinum og kynna vinnu við endurskoðun ársreiknings 2018 og helstu álitamál.

Samþykkt að formaður endurskoðunarnefndar útbúi drög að umsögn til stjórnar um ársreikning Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir 2018 sem lögð verði fram og afgreidd með vísan í III. kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar sem samþykktar voru hinn 29. september 2017.

4.    Fram fer kynning á drögum að ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur ses. fyrir árið 2018. IE18010006

Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Bjarni Bjarnason, Ingvar Stefánsson, Gréta Guðnadóttir, Bjarni Freyr Bjarnason, Gísli Björn Björnsson frá Orkuveitu Reykjavíkur ses. taka sæti á fundinum undir þessum lið. Sturla Jónsson, Davíð Arnar Einarsson, Bjarni Jóhannesson og Theodór S Sigurbergsson frá Grant Thornton taka einnig sæti á fundinum og kynna vinnu við endurskoðun ársreiknings 2018 og helstu álitamál.

Samþykkt að formaður endurskoðunarnefndar útbúi drög að umsögn til stjórnar um ársreikning Orkuveitu Reykjavíkur ses. og samstæðu fyrir 2018 sem lögð verði fram og afgreidd með vísan í III. kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar sem samþykktar voru hinn 29. september 2017.

Fundi slitið kl. 12:09

Lárus Finnbogason

Sunna Jóhannsdóttir    Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 11.03.2019 - prentvæn útgáfa